Innlent

Árásarkonan í Keflavík áfram í gæsluvarðhaldi

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum krafðist þess í dag fyrir Héraðsdómi Reykjaness að gæsluvarðhald yrði framlengt yfir Selmu Gunnarsdóttur sem grunuð er um að hafa stungið fimm ára telpu með hnífi í brjóstið 27. september en atburðurinn átti sér stað á heimili telpunnar í Reykjanesbæ.

Selma var handtekin fljótlega eftir árásina. Hún hefur játað á sig verknaðinn.

Gæsluvarðhald yfir Selmu rann út í dag en héraðsdómur úrskurðaði hana í áframhaldandi varðhald allt til mánudagsins 30. nóvember.


Tengdar fréttir

Faðir fimm ára stúlkunnar: Við reynum að jafna okkur

Fjölskylda litlu stúlkunnar, sem varð fyrir lífshættulegri hnífsstungu í gær, er í áfalli yfir atburðinum. Ellefu ára systir hennar varð vitni að árásinni og reyndi að vara systur sína við. Stúlkan er á batavegi. Hún er gerð úr stáli segir faðir hennar.

Stakk 5 ára gamla stelpu með eggvopni

Tuttugu og tveggja ára gömul kona var handtekin í Keflavík í dag grunuð um að hafa veitt 5 ára gamalli stelpu áverka með eggvopni. Lögreglan veitir ekki frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Mikil lögregluaðgerð stóð yfir í Keflavík í morgun vegna málsins. Ekki er vitað hvort konan hafi þekkt eitthvað til telpunnar eða hvað vakti fyrir henni.

Keflavíkurárás: Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Selma Guðnadóttir, 22 ára gömul kona úr Keflavík, mun sitja áfram í gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikurnar vegna hnífaárásar á fimm ára gamla stelpu í Keflavík á sunnudag fyrir viku. Selma var handtekin fljótlega eftir árásina og úrskurðuð í gæsluvarðhald sem rann út í dag. Héraðsdómur framlengdi svo gæsluvarðhaldið um fjórar vikur. Selma hefur játað á sig verknaðinn.

Árásarkonan var að hefna sín á foreldrunum

Konan sem var handtekin fyrir að ráðast með eggvopni á 5 ára gamla stelpu á Suðurgötunni í Keflavík eftir hádegi í dag var að hefna sín á foreldrum stelpunnar samkvæmt heimildum Vísis.

Árásarkonan í Keflavík var allsgáð

Konan sem handtekin var í Keflavík á sunnudag fyrir að stinga fimm ára stúlku í brjóstið hefur játað brotið. Hún var hvorki undir áhrifum áfengis né vímuefna þegar árásin var gerð, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Henni hefur verið gert að gangast undir geðrannsókn.

Gæsluvarðhalds krafist yfir konunni í Keflavík

Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknardeild lögreglunnar í Keflavík hefur konan sem handtekin var í gær vegna árásar á 5 ára stúlku verið yfirheyrð. Hún verður síðan leidd fyrir dómara innan skamms þar sem krafist verður gæsluvarðhalds yfir henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×