Íslenski boltinn

Finnur Ólafsson í ÍBV

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Finnur Ólafsson í leik með HK.
Finnur Ólafsson í leik með HK. Mynd/Vilhelm

Finnur Ólafsson er genginn í raðir ÍBV en það verður tilkynnt á blaðamannafundi í Vestmannaeyjum klukkan 15.00 í dag.

Finnur er uppalinn hjá HK en spilaði aðeins sjö leiki með liðinu síðastliðið sumar vegna meiðsla.

Hann hefur þó gegnt lykilhlutverki í liði HK og óhætt að segja að þetta sé mikill fengur fyrir ÍBV.

Fyrir voru þeir Tryggvi Guðmundsson og Ásgeir Aron Ásgeirsson búnir að semja við ÍBV. Félagið hefur misst alls fimm leikmenn frá síðustu leiktíð auk þess sem að Viðar Örn Kjartansson er með slitið krossband og óvíst hvort hann geti spilað á næstu leiktíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×