Innlent

Sjómenn mótmæla afnámi sjómannaafsláttar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sjómenn segja að alhæfingar um góðæri þeirra fái vart staðist. Mynd/ Vilhelm.
Sjómenn segja að alhæfingar um góðæri þeirra fái vart staðist. Mynd/ Vilhelm.
Stjórn Sjómannafélags Íslands mótmælir áformum um afnám sjómannaafsláttar og hvetja sjómenn til að sigla í land verði áformin að veruleika. Fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem kveður á um að sjómannaafsláttur verði afnuminn i skrefum frá og með árinu 2011.

Stjórn Sjómannafélagsins bendir á að allar alhæfingar um góðæri sjómanna fái vart staðist. Sjómenn hafi verið að taka á sig tekjurýrnun vegna aflabrests á loðnuveiðum og sýkingar í síldarstofninum. Einnig hafi sjávarútvegsráðherra stórskert veiðiheimildir fyrir yfirstandandi fiskveiðiár, sem leiðir til verulegrar tekjuskerðingar sjómanna. Farmenn, varðskipsmenn, ferjumenn og sjómenn á skipum Hafrannsóknarstofnunar verði seint taldir til hátekjumanna.

Það var í gær sem fjármálaráðherra lagði fram á Alþingi tillögur í skattamálum sem meðal annars kveða á um afnám sjómannaafsláttarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×