Fótbolti

Margrét Lára: Hefði viljað sjá fleiri áhorfendur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Margrét Lára í baráttunni.
Margrét Lára í baráttunni. Mynd/Stefán

„Það er alveg í góðu lagi með mig. Ég fékk smá högg en þetta er ekkert alvarlegt," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir eftir leikinn gegn Hollandi í Kórnum í dag en hún var þá haltrandi.

„Það er voða gaman að koma heim og spila en ég hefði gjarna viljað sjá fleiri áhorfendur. Það er náttúrulega mikið að gera í dag, kosningar og svona þannig að fólk var greinilega að hugsa um eitthvað annað," sagði Margrét Lára en taka má undir það með henni.

Húsið tekur 1.200 manns í sæti og var ekki einn þriðji hússins setinn. Má því segja að um 300 manns hafi verið á vellinum.

„Ég er annars þokkalega sátt við leikinn. Holland er með mjög sterkt lið og þær ná jafntefli en ekki við. Við áttum samt að klára þennan leik enda fengum við fullt af góðum færum. Heilt yfir held ég samt að þetta hafi verið ágætis leikur en við eigum mikið inni," sagði Margrét Lára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×