Umfjöllun: Mögnuð endurkoma KR-inga Elvar Geir Magnússon skrifar 29. júní 2009 19:15 Prince Rajcomar kom inn sem varamaður í hálfleik. Mynd/Daníel KR-ingar unnu ótrúlegan sigur, 3-2, í Pepsi-deild karla í kvöld eftir að hafa lent 0-2 undir. Alfreð Finnbogason og Olgeir Sigurgeirsson komu Blikunum yfir með tveimur mörkum snemma leiks og staðan var 0-2 fyrir gestinum í hálfleik. KR-ingar gáfust hins vegar ekki upp og skoruðu þrjú mörk í seinni hálfleik. Óskar Örn Hauksson skoraði snemma í seinni hálfleik en varnarmennirnir Grétar S. Sigurðsson og Mark Rutgers tryggðu sigurinn með tveimur mörkum í blálokin. Leikurinn í kvöld var hreint frábær skemmtun og byrjuðu lætin snemma leiks þegar Guðmundur Benediktsson átti skalla í innanverða stöngina. En Blikar tóku hinsvegar forystuna eftir gott spil. Kristinn Steindórsson átti hnitmiðaða sendingu á Alfreð sem lék á Stefán Loga Magnússon og renndi svo knettinum í netið. Ekki löngu síðar bætti Olgeir við marki eftir glæsilegan samleik við Alfreð. Olgeir rak naglann laglega á sóknina með laglegu skoti. Stuðningsmenn KR voru hreint orðlausir en viðureign þessara liða í fyrra var rifjuð upp þar sem Blikar náðu einnig tveggja marka forystu snemma leiks. Logi Ólafsson gerði tvöfalda skiptingu í hálfleik og breytti leikskipulaginu enda voru hans menn nær sundurspilaðir á löngum köflum. Þessar breytingar virkuðu því Óskar Örn skoraði snemma í seinni hálfleik. Jordao Diogo á þó heiðurinn af því marki enda átti hann frábæran undirbúning. Ingvar Kale átti góðan leik í marki Breiðabliks í kvöld og varði hann vítaspyrnu frá Bjarna Guðjónssyni. Þrátt fyrir það klúður lögðu KR-ingar ekki árar í bát. Á 86. mínútu höfðu þeir heppnina með sér þegar Grétar Sigfinnur átti hörkuskalla sem endaði í markinu. KR-ingar voru alls ekki saddir og héldu áfram að sækja. Baldur Sigurðsson átti skalla í slá rétt áður en venjulegum leiktíma lauk. Í uppbótartímanum kom síðan sigurmarkið en það gerði Rutgers með skalla eftir hornspyrnu Bjarna Guðjónssonar. KR-ingar fögnuðu innilega í leikslok enda gríðarlega mikilvægur sigur fyrir þá ef þeir ætla að halda í við FH-inga. Blikar voru hinsvegar hundsvekktir. KR - Breiðablik 3-20-1 Alfreð Finnbogason (12.) 0-2 Olgeir Sigurgeirsson (15.) 1-2 Óskar Örn Hauksson (48.) 2-2 Grétar S. Sigurðarson (86.) 3-2 Mark Rutgers (90.) KR-völlur. Áhorfendur: 1969 Dómari: Eyjólfur Magnús Kristinsson 5. Skot (á mark): 15-7 (12-4)Varin skot: Stefán 2 – Ingvar 8Horn: 7-4Aukaspyrnur fengnar: 15-13Rangstöður: 2-1 KR (4-4-2) Stefán Logi Magnússon 5 Skúli Jón Friðgeirsson 4 Grétar Sigfinnur Sigurðsson 7 Mark Rutgers 6 Jordao Diogo 6 Óskar Örn Hauksson 7 (76. Atli Jóhannsson x) Jónas Guðni Sævarsson 7 Bjarni Guðjónsson 7 Baldur Sigurðsson 6 Guðmundur Benediktsson 5 (46. Prince Rajcomar 6) Gunnar Örn Jónsson 5 (46. Björgólfur Takefusa 7)Breiðablik (4-4-2) Ingvar Þór Kale 7 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 7 Guðmann Þórisson 6 (44. Elfar Freyr Helgason 4)Kári Ársælsson 8 – Maður leiksins Kristinn Jónsson 5 Finnur Orri Margeirsson 6 Guðmundur Kristjánsson 6 (72. Haukur Baldvinsson x) Olgeir Sigurgeirsson 6 Arnar Grétarsson 7 (90. Árni Kristinn Gunnarsson x) Kristinn Steindórsson 6 Alfreð Finnbogason 7 Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leik KR og Breiðabliks í 9. umferð Pepsi-deildar karla. Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: KR - Breiðablik. Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jónas Guðni: Frábær karakter „Þetta var hörkugóður leikur og skemmtilegur áhorfs. Áhorfendur létu vel í sér heyra og það var frábær stemning, bæði út á vellinum og uppi í stúku," sagði Jónas Guðni Sævarsson, fyrirliði KR, eftir sigurinn dramatíska á Breiðabliki í kvöld. 29. júní 2009 22:24 Ólafur: Fáránlegt að tapa þessum leik Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum þungur á brún eftir leikinn í kvöld. Eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik þá fékk liðið á sig þrjú mörk í þeim síðari. 29. júní 2009 22:32 Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Fleiri fréttir Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Sjá meira
KR-ingar unnu ótrúlegan sigur, 3-2, í Pepsi-deild karla í kvöld eftir að hafa lent 0-2 undir. Alfreð Finnbogason og Olgeir Sigurgeirsson komu Blikunum yfir með tveimur mörkum snemma leiks og staðan var 0-2 fyrir gestinum í hálfleik. KR-ingar gáfust hins vegar ekki upp og skoruðu þrjú mörk í seinni hálfleik. Óskar Örn Hauksson skoraði snemma í seinni hálfleik en varnarmennirnir Grétar S. Sigurðsson og Mark Rutgers tryggðu sigurinn með tveimur mörkum í blálokin. Leikurinn í kvöld var hreint frábær skemmtun og byrjuðu lætin snemma leiks þegar Guðmundur Benediktsson átti skalla í innanverða stöngina. En Blikar tóku hinsvegar forystuna eftir gott spil. Kristinn Steindórsson átti hnitmiðaða sendingu á Alfreð sem lék á Stefán Loga Magnússon og renndi svo knettinum í netið. Ekki löngu síðar bætti Olgeir við marki eftir glæsilegan samleik við Alfreð. Olgeir rak naglann laglega á sóknina með laglegu skoti. Stuðningsmenn KR voru hreint orðlausir en viðureign þessara liða í fyrra var rifjuð upp þar sem Blikar náðu einnig tveggja marka forystu snemma leiks. Logi Ólafsson gerði tvöfalda skiptingu í hálfleik og breytti leikskipulaginu enda voru hans menn nær sundurspilaðir á löngum köflum. Þessar breytingar virkuðu því Óskar Örn skoraði snemma í seinni hálfleik. Jordao Diogo á þó heiðurinn af því marki enda átti hann frábæran undirbúning. Ingvar Kale átti góðan leik í marki Breiðabliks í kvöld og varði hann vítaspyrnu frá Bjarna Guðjónssyni. Þrátt fyrir það klúður lögðu KR-ingar ekki árar í bát. Á 86. mínútu höfðu þeir heppnina með sér þegar Grétar Sigfinnur átti hörkuskalla sem endaði í markinu. KR-ingar voru alls ekki saddir og héldu áfram að sækja. Baldur Sigurðsson átti skalla í slá rétt áður en venjulegum leiktíma lauk. Í uppbótartímanum kom síðan sigurmarkið en það gerði Rutgers með skalla eftir hornspyrnu Bjarna Guðjónssonar. KR-ingar fögnuðu innilega í leikslok enda gríðarlega mikilvægur sigur fyrir þá ef þeir ætla að halda í við FH-inga. Blikar voru hinsvegar hundsvekktir. KR - Breiðablik 3-20-1 Alfreð Finnbogason (12.) 0-2 Olgeir Sigurgeirsson (15.) 1-2 Óskar Örn Hauksson (48.) 2-2 Grétar S. Sigurðarson (86.) 3-2 Mark Rutgers (90.) KR-völlur. Áhorfendur: 1969 Dómari: Eyjólfur Magnús Kristinsson 5. Skot (á mark): 15-7 (12-4)Varin skot: Stefán 2 – Ingvar 8Horn: 7-4Aukaspyrnur fengnar: 15-13Rangstöður: 2-1 KR (4-4-2) Stefán Logi Magnússon 5 Skúli Jón Friðgeirsson 4 Grétar Sigfinnur Sigurðsson 7 Mark Rutgers 6 Jordao Diogo 6 Óskar Örn Hauksson 7 (76. Atli Jóhannsson x) Jónas Guðni Sævarsson 7 Bjarni Guðjónsson 7 Baldur Sigurðsson 6 Guðmundur Benediktsson 5 (46. Prince Rajcomar 6) Gunnar Örn Jónsson 5 (46. Björgólfur Takefusa 7)Breiðablik (4-4-2) Ingvar Þór Kale 7 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 7 Guðmann Þórisson 6 (44. Elfar Freyr Helgason 4)Kári Ársælsson 8 – Maður leiksins Kristinn Jónsson 5 Finnur Orri Margeirsson 6 Guðmundur Kristjánsson 6 (72. Haukur Baldvinsson x) Olgeir Sigurgeirsson 6 Arnar Grétarsson 7 (90. Árni Kristinn Gunnarsson x) Kristinn Steindórsson 6 Alfreð Finnbogason 7 Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leik KR og Breiðabliks í 9. umferð Pepsi-deildar karla. Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: KR - Breiðablik. Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jónas Guðni: Frábær karakter „Þetta var hörkugóður leikur og skemmtilegur áhorfs. Áhorfendur létu vel í sér heyra og það var frábær stemning, bæði út á vellinum og uppi í stúku," sagði Jónas Guðni Sævarsson, fyrirliði KR, eftir sigurinn dramatíska á Breiðabliki í kvöld. 29. júní 2009 22:24 Ólafur: Fáránlegt að tapa þessum leik Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum þungur á brún eftir leikinn í kvöld. Eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik þá fékk liðið á sig þrjú mörk í þeim síðari. 29. júní 2009 22:32 Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Fleiri fréttir Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Sjá meira
Jónas Guðni: Frábær karakter „Þetta var hörkugóður leikur og skemmtilegur áhorfs. Áhorfendur létu vel í sér heyra og það var frábær stemning, bæði út á vellinum og uppi í stúku," sagði Jónas Guðni Sævarsson, fyrirliði KR, eftir sigurinn dramatíska á Breiðabliki í kvöld. 29. júní 2009 22:24
Ólafur: Fáránlegt að tapa þessum leik Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum þungur á brún eftir leikinn í kvöld. Eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik þá fékk liðið á sig þrjú mörk í þeim síðari. 29. júní 2009 22:32