Umfjöllun: Mögnuð endurkoma KR-inga Elvar Geir Magnússon skrifar 29. júní 2009 19:15 Prince Rajcomar kom inn sem varamaður í hálfleik. Mynd/Daníel KR-ingar unnu ótrúlegan sigur, 3-2, í Pepsi-deild karla í kvöld eftir að hafa lent 0-2 undir. Alfreð Finnbogason og Olgeir Sigurgeirsson komu Blikunum yfir með tveimur mörkum snemma leiks og staðan var 0-2 fyrir gestinum í hálfleik. KR-ingar gáfust hins vegar ekki upp og skoruðu þrjú mörk í seinni hálfleik. Óskar Örn Hauksson skoraði snemma í seinni hálfleik en varnarmennirnir Grétar S. Sigurðsson og Mark Rutgers tryggðu sigurinn með tveimur mörkum í blálokin. Leikurinn í kvöld var hreint frábær skemmtun og byrjuðu lætin snemma leiks þegar Guðmundur Benediktsson átti skalla í innanverða stöngina. En Blikar tóku hinsvegar forystuna eftir gott spil. Kristinn Steindórsson átti hnitmiðaða sendingu á Alfreð sem lék á Stefán Loga Magnússon og renndi svo knettinum í netið. Ekki löngu síðar bætti Olgeir við marki eftir glæsilegan samleik við Alfreð. Olgeir rak naglann laglega á sóknina með laglegu skoti. Stuðningsmenn KR voru hreint orðlausir en viðureign þessara liða í fyrra var rifjuð upp þar sem Blikar náðu einnig tveggja marka forystu snemma leiks. Logi Ólafsson gerði tvöfalda skiptingu í hálfleik og breytti leikskipulaginu enda voru hans menn nær sundurspilaðir á löngum köflum. Þessar breytingar virkuðu því Óskar Örn skoraði snemma í seinni hálfleik. Jordao Diogo á þó heiðurinn af því marki enda átti hann frábæran undirbúning. Ingvar Kale átti góðan leik í marki Breiðabliks í kvöld og varði hann vítaspyrnu frá Bjarna Guðjónssyni. Þrátt fyrir það klúður lögðu KR-ingar ekki árar í bát. Á 86. mínútu höfðu þeir heppnina með sér þegar Grétar Sigfinnur átti hörkuskalla sem endaði í markinu. KR-ingar voru alls ekki saddir og héldu áfram að sækja. Baldur Sigurðsson átti skalla í slá rétt áður en venjulegum leiktíma lauk. Í uppbótartímanum kom síðan sigurmarkið en það gerði Rutgers með skalla eftir hornspyrnu Bjarna Guðjónssonar. KR-ingar fögnuðu innilega í leikslok enda gríðarlega mikilvægur sigur fyrir þá ef þeir ætla að halda í við FH-inga. Blikar voru hinsvegar hundsvekktir. KR - Breiðablik 3-20-1 Alfreð Finnbogason (12.) 0-2 Olgeir Sigurgeirsson (15.) 1-2 Óskar Örn Hauksson (48.) 2-2 Grétar S. Sigurðarson (86.) 3-2 Mark Rutgers (90.) KR-völlur. Áhorfendur: 1969 Dómari: Eyjólfur Magnús Kristinsson 5. Skot (á mark): 15-7 (12-4)Varin skot: Stefán 2 – Ingvar 8Horn: 7-4Aukaspyrnur fengnar: 15-13Rangstöður: 2-1 KR (4-4-2) Stefán Logi Magnússon 5 Skúli Jón Friðgeirsson 4 Grétar Sigfinnur Sigurðsson 7 Mark Rutgers 6 Jordao Diogo 6 Óskar Örn Hauksson 7 (76. Atli Jóhannsson x) Jónas Guðni Sævarsson 7 Bjarni Guðjónsson 7 Baldur Sigurðsson 6 Guðmundur Benediktsson 5 (46. Prince Rajcomar 6) Gunnar Örn Jónsson 5 (46. Björgólfur Takefusa 7)Breiðablik (4-4-2) Ingvar Þór Kale 7 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 7 Guðmann Þórisson 6 (44. Elfar Freyr Helgason 4)Kári Ársælsson 8 – Maður leiksins Kristinn Jónsson 5 Finnur Orri Margeirsson 6 Guðmundur Kristjánsson 6 (72. Haukur Baldvinsson x) Olgeir Sigurgeirsson 6 Arnar Grétarsson 7 (90. Árni Kristinn Gunnarsson x) Kristinn Steindórsson 6 Alfreð Finnbogason 7 Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leik KR og Breiðabliks í 9. umferð Pepsi-deildar karla. Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: KR - Breiðablik. Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jónas Guðni: Frábær karakter „Þetta var hörkugóður leikur og skemmtilegur áhorfs. Áhorfendur létu vel í sér heyra og það var frábær stemning, bæði út á vellinum og uppi í stúku," sagði Jónas Guðni Sævarsson, fyrirliði KR, eftir sigurinn dramatíska á Breiðabliki í kvöld. 29. júní 2009 22:24 Ólafur: Fáránlegt að tapa þessum leik Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum þungur á brún eftir leikinn í kvöld. Eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik þá fékk liðið á sig þrjú mörk í þeim síðari. 29. júní 2009 22:32 Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti Fleiri fréttir Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Sjá meira
KR-ingar unnu ótrúlegan sigur, 3-2, í Pepsi-deild karla í kvöld eftir að hafa lent 0-2 undir. Alfreð Finnbogason og Olgeir Sigurgeirsson komu Blikunum yfir með tveimur mörkum snemma leiks og staðan var 0-2 fyrir gestinum í hálfleik. KR-ingar gáfust hins vegar ekki upp og skoruðu þrjú mörk í seinni hálfleik. Óskar Örn Hauksson skoraði snemma í seinni hálfleik en varnarmennirnir Grétar S. Sigurðsson og Mark Rutgers tryggðu sigurinn með tveimur mörkum í blálokin. Leikurinn í kvöld var hreint frábær skemmtun og byrjuðu lætin snemma leiks þegar Guðmundur Benediktsson átti skalla í innanverða stöngina. En Blikar tóku hinsvegar forystuna eftir gott spil. Kristinn Steindórsson átti hnitmiðaða sendingu á Alfreð sem lék á Stefán Loga Magnússon og renndi svo knettinum í netið. Ekki löngu síðar bætti Olgeir við marki eftir glæsilegan samleik við Alfreð. Olgeir rak naglann laglega á sóknina með laglegu skoti. Stuðningsmenn KR voru hreint orðlausir en viðureign þessara liða í fyrra var rifjuð upp þar sem Blikar náðu einnig tveggja marka forystu snemma leiks. Logi Ólafsson gerði tvöfalda skiptingu í hálfleik og breytti leikskipulaginu enda voru hans menn nær sundurspilaðir á löngum köflum. Þessar breytingar virkuðu því Óskar Örn skoraði snemma í seinni hálfleik. Jordao Diogo á þó heiðurinn af því marki enda átti hann frábæran undirbúning. Ingvar Kale átti góðan leik í marki Breiðabliks í kvöld og varði hann vítaspyrnu frá Bjarna Guðjónssyni. Þrátt fyrir það klúður lögðu KR-ingar ekki árar í bát. Á 86. mínútu höfðu þeir heppnina með sér þegar Grétar Sigfinnur átti hörkuskalla sem endaði í markinu. KR-ingar voru alls ekki saddir og héldu áfram að sækja. Baldur Sigurðsson átti skalla í slá rétt áður en venjulegum leiktíma lauk. Í uppbótartímanum kom síðan sigurmarkið en það gerði Rutgers með skalla eftir hornspyrnu Bjarna Guðjónssonar. KR-ingar fögnuðu innilega í leikslok enda gríðarlega mikilvægur sigur fyrir þá ef þeir ætla að halda í við FH-inga. Blikar voru hinsvegar hundsvekktir. KR - Breiðablik 3-20-1 Alfreð Finnbogason (12.) 0-2 Olgeir Sigurgeirsson (15.) 1-2 Óskar Örn Hauksson (48.) 2-2 Grétar S. Sigurðarson (86.) 3-2 Mark Rutgers (90.) KR-völlur. Áhorfendur: 1969 Dómari: Eyjólfur Magnús Kristinsson 5. Skot (á mark): 15-7 (12-4)Varin skot: Stefán 2 – Ingvar 8Horn: 7-4Aukaspyrnur fengnar: 15-13Rangstöður: 2-1 KR (4-4-2) Stefán Logi Magnússon 5 Skúli Jón Friðgeirsson 4 Grétar Sigfinnur Sigurðsson 7 Mark Rutgers 6 Jordao Diogo 6 Óskar Örn Hauksson 7 (76. Atli Jóhannsson x) Jónas Guðni Sævarsson 7 Bjarni Guðjónsson 7 Baldur Sigurðsson 6 Guðmundur Benediktsson 5 (46. Prince Rajcomar 6) Gunnar Örn Jónsson 5 (46. Björgólfur Takefusa 7)Breiðablik (4-4-2) Ingvar Þór Kale 7 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 7 Guðmann Þórisson 6 (44. Elfar Freyr Helgason 4)Kári Ársælsson 8 – Maður leiksins Kristinn Jónsson 5 Finnur Orri Margeirsson 6 Guðmundur Kristjánsson 6 (72. Haukur Baldvinsson x) Olgeir Sigurgeirsson 6 Arnar Grétarsson 7 (90. Árni Kristinn Gunnarsson x) Kristinn Steindórsson 6 Alfreð Finnbogason 7 Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leik KR og Breiðabliks í 9. umferð Pepsi-deildar karla. Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: KR - Breiðablik. Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jónas Guðni: Frábær karakter „Þetta var hörkugóður leikur og skemmtilegur áhorfs. Áhorfendur létu vel í sér heyra og það var frábær stemning, bæði út á vellinum og uppi í stúku," sagði Jónas Guðni Sævarsson, fyrirliði KR, eftir sigurinn dramatíska á Breiðabliki í kvöld. 29. júní 2009 22:24 Ólafur: Fáránlegt að tapa þessum leik Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum þungur á brún eftir leikinn í kvöld. Eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik þá fékk liðið á sig þrjú mörk í þeim síðari. 29. júní 2009 22:32 Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti Fleiri fréttir Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Sjá meira
Jónas Guðni: Frábær karakter „Þetta var hörkugóður leikur og skemmtilegur áhorfs. Áhorfendur létu vel í sér heyra og það var frábær stemning, bæði út á vellinum og uppi í stúku," sagði Jónas Guðni Sævarsson, fyrirliði KR, eftir sigurinn dramatíska á Breiðabliki í kvöld. 29. júní 2009 22:24
Ólafur: Fáránlegt að tapa þessum leik Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum þungur á brún eftir leikinn í kvöld. Eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik þá fékk liðið á sig þrjú mörk í þeim síðari. 29. júní 2009 22:32