Fótbolti

Eggert og félagar töpuðu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eggert Gunnþór Jónsson í leik með Hearts.
Eggert Gunnþór Jónsson í leik með Hearts. Nordic Photos / Getty Images
Eggert Gunnþór Jónsson og félagar í Hearts töpuðu í kvöld fyrir Motherwell í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, 1-0.

Það var Chris Porter sem skoraði eina mark leiksins en Eggert, sem lék á miðjunni, spilaði allan leikinn í liði Hearts.

Hearts mistókst að komast upp að hlið Dundee United í þriðja sæti deildarinnar en Motherwell er í níunda sæti deildarinnar með 24 stig. Hearts er með 32 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×