Enski boltinn

Terry er ánægður með Hiddink

NordicPhotos/GettyImages

John Terry fyrirliði Chelsea segist ánægður með nýjar vinnuaðferðir undir stjórn Hollendingsins Guus Hiddink.

Hiddink hefur stýrt æfingum Chelsea í vikunni og fyrsti leikur hans með liðið verður um næstu helgi gegn Aston Villa. Hollendingurinn er strax farinn að hafa áhrif á liðið ef marka má orð John Terry.

"Hann kemur inn með nokkuð nýjan stíl og nýjar aðferðir. Nú eru allir að berjast um sæti í liðinu hjá honum og hann er að innleiða nýja hluti í leik okkar. Hann vill til dæmis að við pressum stífar en við höfum gert og færum okkur framar en áður," sagði fyrirliðinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×