Innlent

Erlendum ferðamönnum fækkar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mynd/ GVA.
Mynd/ GVA.
Rúmlega 30 þúsund erlendir gestir fóru úr landi um Leifsstöð í októbermánuði og fækkaði þeim um 7,5% frá árinu áður. Fækkunin nemur 2.455 gestum. Svipaður fjöldi kemur frá Norðurlöndunum, Mið- og Suður-Evrópu og Norður-Ameríku en lítilsháttar fækkun er frá Bretlandi.

Samdráttur í utanferðum Íslendinga er hins vegar minni í október en aðra mánuði ársins, 14,6% færri Íslendingar fóru utan í október ár í samanburði við sama mánuð árið 2008.

Samkvæmt tölum á vef Ferðamálastofu hafa 426 þúsund gestir farið frá landinu það sem af er árinu eða 330 færri gestir en á sama tímabili í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×