Cohen snýr aftur 2. apríl 2009 04:45 Grínistinn Sacha Baron Cohen snýr aftur í sumar eftir mikla og umdeilda frægðarför sjónvarpsmannsins Borat frá Kasakstan. Að þessu sinni dregur Sasha upp úr hatti sínum hið samkynhneigða tískufrík Bruno. Líkt og búast mátti við er myndin um Bruno þegar farin að vekja mikla athygli þrátt fyrir að hún verði ekki frumsýnd fyrr en 10. júlí í Bandaríkjunum. Samkvæmt kvikmyndatímaritinu Variety hefur bandaríska kvikmyndaeftirlitið sett svokallaðan NC-17 stimpil á myndina, sem þýðir að hún er bönnuð yngri en sautján ára. Framleiðendur myndarinnar höfðu vonast eftir að hún fengi R-stimpilinn, þá fengi fólk yngra en sautján ára að fara á myndina í fylgd með fullorðnum. Sum atriði myndarinnar þóttu víst aðeins of „kynferðisleg“ að mati siðapostulanna í Ameríku. Samkvæmt Variety eru aðstandendur myndarinnar sestir við klippiborðið aftur og ætla að finna lausn á þessum vandræðum, enda gæti stimpillinn skipt máli þegar kemur að miðasölu. Endanleg útgáfa ætti því að hljóta náð fyrir augum kvikmyndaeftirlitsins. Hinum eyddu senum verður þó eflaust haldið til haga fyrir DVD-útgáfuna. Bruno fæddist í þáttum Cohens, Ali G, sem sýndir voru á RÚV við miklar vinsældir. Hann er austurrískur tískusjónvarpsmaður og fær viðmælendur sína til að velja á milli tveggja svara sem samræmast á engan hátt spurningum Bruno. Og tilgangurinn helgar meðalið, Bruno á að sýna í hve litlum tengslum tískubransinn er við raunveruleikann. Tvær kvikmyndir, byggðar á persónum úr þáttunum, hafa þegar verið gerðar: Ali G Indahouse og áðurnefnd Borat. Fyrri myndin náði engu flugi þótt Ali G sjálfur njóti mikillar hylli. Borat náði hins vegar hæstu hæðum enda gerði Sacha þar ómælt grín að fáfræði Vesturlandabúa og fordómum gagnvart framandi löndum á borð við Kasakstan. Reyndar voru vinsældir Borat það miklar að stóru kvikmyndaverin í Hollywood háðu hatrammra baráttu um að tryggja sér kvikmyndaréttinn að myndinni um Bruno. Talið er að Universal hafi þurft að seilast ansi djúpt í vasa sína til að töfra fram þær 42 milljónir dollara eða 5 milljarða íslenskra króna sem rétt nægðu til að skjóta Dreamworks, Sony og 20th Century Fox ref fyrir rass í kapphlaupinu. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Fleiri fréttir Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Sjá meira
Grínistinn Sacha Baron Cohen snýr aftur í sumar eftir mikla og umdeilda frægðarför sjónvarpsmannsins Borat frá Kasakstan. Að þessu sinni dregur Sasha upp úr hatti sínum hið samkynhneigða tískufrík Bruno. Líkt og búast mátti við er myndin um Bruno þegar farin að vekja mikla athygli þrátt fyrir að hún verði ekki frumsýnd fyrr en 10. júlí í Bandaríkjunum. Samkvæmt kvikmyndatímaritinu Variety hefur bandaríska kvikmyndaeftirlitið sett svokallaðan NC-17 stimpil á myndina, sem þýðir að hún er bönnuð yngri en sautján ára. Framleiðendur myndarinnar höfðu vonast eftir að hún fengi R-stimpilinn, þá fengi fólk yngra en sautján ára að fara á myndina í fylgd með fullorðnum. Sum atriði myndarinnar þóttu víst aðeins of „kynferðisleg“ að mati siðapostulanna í Ameríku. Samkvæmt Variety eru aðstandendur myndarinnar sestir við klippiborðið aftur og ætla að finna lausn á þessum vandræðum, enda gæti stimpillinn skipt máli þegar kemur að miðasölu. Endanleg útgáfa ætti því að hljóta náð fyrir augum kvikmyndaeftirlitsins. Hinum eyddu senum verður þó eflaust haldið til haga fyrir DVD-útgáfuna. Bruno fæddist í þáttum Cohens, Ali G, sem sýndir voru á RÚV við miklar vinsældir. Hann er austurrískur tískusjónvarpsmaður og fær viðmælendur sína til að velja á milli tveggja svara sem samræmast á engan hátt spurningum Bruno. Og tilgangurinn helgar meðalið, Bruno á að sýna í hve litlum tengslum tískubransinn er við raunveruleikann. Tvær kvikmyndir, byggðar á persónum úr þáttunum, hafa þegar verið gerðar: Ali G Indahouse og áðurnefnd Borat. Fyrri myndin náði engu flugi þótt Ali G sjálfur njóti mikillar hylli. Borat náði hins vegar hæstu hæðum enda gerði Sacha þar ómælt grín að fáfræði Vesturlandabúa og fordómum gagnvart framandi löndum á borð við Kasakstan. Reyndar voru vinsældir Borat það miklar að stóru kvikmyndaverin í Hollywood háðu hatrammra baráttu um að tryggja sér kvikmyndaréttinn að myndinni um Bruno. Talið er að Universal hafi þurft að seilast ansi djúpt í vasa sína til að töfra fram þær 42 milljónir dollara eða 5 milljarða íslenskra króna sem rétt nægðu til að skjóta Dreamworks, Sony og 20th Century Fox ref fyrir rass í kapphlaupinu. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Fleiri fréttir Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Sjá meira