Innlent

Eldur gaus upp í leigubíl á ferð

Nýlegur leigubíll stórskemmdist þegar eldur kviknaði í honum á ferð í gærkvöldi. Þegar ökumaðurinn ók eftir Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ heyrði hann skyndilega hvell og síðan gaus eldurinn upp. Hann snarstoppaði og tókst ásamt vegfarendum að slökkva eldinn áður en slökkviliðið kom á vettvang. Enginn farþegi var í bílnum þegar þetta gerðist.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×