Enski boltinn

Emil genginn í raðir Barnsley

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Emil Hallfreðsson.
Emil Hallfreðsson. Mynd/Anton

Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson gekk í dag frá eins árs lánssamningi við enska félagið Barnsley. Reggina féllst á að lána hann út leiktíðina.

Þessi tíðindi eru staðfest á heimasíðu Barnsley í dag.

Simon Davey, stjóri Barnsley, segir á heimasíðu félagsins að hann sé himinlifandi með að hafa fengið Emil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×