Innlent

Tilboð berast í Loftorku ehf.

Alls unnu 300 manns í fyrirtækinu þegar best lét.fréttablaðið/pjetur
Alls unnu 300 manns í fyrirtækinu þegar best lét.fréttablaðið/pjetur

Sjö tilboð hafa borist í eignir þrotabús Loftorku Borgarnesi ehf. Eiríkur Elís Þorláksson, skiptastjóri þrotabúsins, hefur tilboð í höndunum, sem ýmist eru í eignirnar í heild eða einstaka hluta þeirra. Þetta kemur fram á fréttavefnum Skessuhorni.

Eiríkur er að fara í gegnum tilboðin sem eru bæði frá heimamönnum í Borgarnesi og öðrum. Allar ákvarðanir þarf að bera undir Íslandsbanka sem er með veð í eignum fyrirtækisins.

Sveitarstjóri Borgarbyggðar, Páll Reynisson, sagði við Fréttablaðið nýlega að hann vonaðist mjög eftir endurreisn fyrirtækisins. Hún yrði þó gerð án aðkomu sveitarfélagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×