Enski boltinn

Digard frá í þrjá mánuði

Elvar Geir Magnússon skrifar
Digard borinn af velli.
Digard borinn af velli.

Didier Digard, leikmaður Middlesbrough, leikur ekki næstu þrjá mánuði vegna meiðsla sem hann hlaut í jafnteflisleiknum gegn Wigan um helgina. Digard varð fyrir tæklingu Lee Cattermole og yfirgaf völlinn á börum.

Þessi franski miðjumaður skaddaði liðbönd í vinstra hné og óvíst hvort hann komi meira við sögu á þessu tímabili.

Digard hefur skorað eitt mark í 25 leikjum með Boro á þessu tímabili en hann kom frá Paris St Germain síðasta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×