Konan sem trylltist horfin - lýst eftir henni og einum Litháanna 15. október 2009 12:44 Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir litháískri konu sem grunur leikur á að sé fórnarlamb mansals. Konan ferðaðist hingað til lands undir nafninu Ieva Grisiúte en talið er að ferðaskilríkin sem hún framvísaði séu stolin. Konan kom hingað til lands með flugi síðastliðið föstudagskvöld og var flutt rænulítil á sjúkrahús eftir að hafa látið ófriðlega í flugvélinni síðasta hluta leiðarinnar. Hún dvaldi á sjúkrahúsi aðfararnótt laugardagsins en síðan hjá Lögreglunni á Suðurnesjum að eigin ósk. Hún sagðist ekki eiga í nein hús að venda og engan þekkja hér á landi. Hún gat litlar skýringar gefið á ferð sinni hingað til lands. Lögreglan varð vör við þrjá menn sem biðu eftir konunni og reyndu að ná sambandi við hana. Lögregla þekkti til mannanna sem allir eru Litháar og þekktir brotamenn. Konan sást síðast um kl. 23:30 á mánudagskvöld við verustað sinn í Reykjanesbæ. Hún er með axlasítt svart hár og talin hafa verið klædd í svarta hálfsíða hettuúlpu/kápu, svartar gallabuxur, ljósgula peysu og brúna skó þegar hún hvarf. Talið er að konunni kunni að vera hætta búin reynist grunur lögreglu um mansal réttur og því mjög brýnt að haft verði upp á henni. Jafnframt lýsir Lögreglan á Suðurnesjum eftir 35 ára gömlum Litháa, Vitalijus Gejer, sem talinn er tengjast málinu en hefur ekki fundist þrátt fyrir mikla eftirgrennslan lögreglu. Lögreglan á Suðurnesjum biður alla þá sem einhverjar upplýsingar geta gefið um konuna (Ievu Grisiúte) og Vitalijus Gejer að hafa samband við Lögregluna á Suðurnesjum, s. 420 1700, eða næstu lögreglustöð. Tengdar fréttir Trylltist í flugvél - átti að verða vændiskona á Íslandi Þrír karlmenn voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í tengslum við meint mansalsmál. Upphaf þess má rekja til komu ungrar litháeskrar konu til landsins um síðustu helgi, en hana þurfti að binda niður í sæti flugvélar Iceland Express eftir að hún hafði veist að öðrum farþegum í vélinni. 15. október 2009 12:36 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir litháískri konu sem grunur leikur á að sé fórnarlamb mansals. Konan ferðaðist hingað til lands undir nafninu Ieva Grisiúte en talið er að ferðaskilríkin sem hún framvísaði séu stolin. Konan kom hingað til lands með flugi síðastliðið föstudagskvöld og var flutt rænulítil á sjúkrahús eftir að hafa látið ófriðlega í flugvélinni síðasta hluta leiðarinnar. Hún dvaldi á sjúkrahúsi aðfararnótt laugardagsins en síðan hjá Lögreglunni á Suðurnesjum að eigin ósk. Hún sagðist ekki eiga í nein hús að venda og engan þekkja hér á landi. Hún gat litlar skýringar gefið á ferð sinni hingað til lands. Lögreglan varð vör við þrjá menn sem biðu eftir konunni og reyndu að ná sambandi við hana. Lögregla þekkti til mannanna sem allir eru Litháar og þekktir brotamenn. Konan sást síðast um kl. 23:30 á mánudagskvöld við verustað sinn í Reykjanesbæ. Hún er með axlasítt svart hár og talin hafa verið klædd í svarta hálfsíða hettuúlpu/kápu, svartar gallabuxur, ljósgula peysu og brúna skó þegar hún hvarf. Talið er að konunni kunni að vera hætta búin reynist grunur lögreglu um mansal réttur og því mjög brýnt að haft verði upp á henni. Jafnframt lýsir Lögreglan á Suðurnesjum eftir 35 ára gömlum Litháa, Vitalijus Gejer, sem talinn er tengjast málinu en hefur ekki fundist þrátt fyrir mikla eftirgrennslan lögreglu. Lögreglan á Suðurnesjum biður alla þá sem einhverjar upplýsingar geta gefið um konuna (Ievu Grisiúte) og Vitalijus Gejer að hafa samband við Lögregluna á Suðurnesjum, s. 420 1700, eða næstu lögreglustöð.
Tengdar fréttir Trylltist í flugvél - átti að verða vændiskona á Íslandi Þrír karlmenn voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í tengslum við meint mansalsmál. Upphaf þess má rekja til komu ungrar litháeskrar konu til landsins um síðustu helgi, en hana þurfti að binda niður í sæti flugvélar Iceland Express eftir að hún hafði veist að öðrum farþegum í vélinni. 15. október 2009 12:36 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Trylltist í flugvél - átti að verða vændiskona á Íslandi Þrír karlmenn voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í tengslum við meint mansalsmál. Upphaf þess má rekja til komu ungrar litháeskrar konu til landsins um síðustu helgi, en hana þurfti að binda niður í sæti flugvélar Iceland Express eftir að hún hafði veist að öðrum farþegum í vélinni. 15. október 2009 12:36