Innlent

Ókeypis tannlækningar á Facebook: Þúsundir hafa skráð sig

Ríflega 8300 manns hafa nú skráð sig á Facebook síðu þar sem skorað er á stjórnvöld að gera tannlækningar barna undir 18 ára aldri ókeypis. Á síðunni er bent á að tannlæknakosntaður sé mörgum barnafjölskyldum þung byrði. Einnig er bent á að á hinum Norðurlöndunum sé tannlæknaþjónusta ókeypis fyrir þennan aldursflokk.

Hér á landi þurfi foreldrar hins vegar að borga allt að 50 prósent af kostnaði við tannlækningar barna sinna. Sú staðreynd, segja forsvarsmenn síðunnar, sem stofnuð var af Þórhalli Heimissyni frambjóðanda L - listans, þýðir að tannheilsa íslenskra barna sé ein sú versta á Norðurlöndunum.

„Tannréttingar eru sér kapítuli," segir einnig. „Foreldrar fá fasta greiðslu frá ríkinu í styrk, allt að 250.000 kr. En tannréttingar kosta að meðaltali um 900.000 kr. og geta hlaupið á milljónum. Þó um alvarlegt heilsufarslegt vandamál sé að ræða!."

Hér má skrá sig á síðuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×