Innlent

Fékk 10 milljónir í bætur vegna ógreiddra launabónusa

Bílasalur Ingvars Helgasonar.
Bílasalur Ingvars Helgasonar.
Ingvar Helgason ehf. var í dag dæmt til greiða fyrrverandi framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs fyrirtækisins tæpar tíu milljónir króna auk dráttarvaxta vegna vangoldinna launa. Í ráðningasamningi sem maðurinn gerði við fyrirtækið árið 2004 var ákvæði um að ef félagið næði 150 milljónum í EBITDA á árinu 2004 ætti launabónus að greiðast sem næmi einum mánaðarlaunum, ef félagið næði 200 milljónum króna í EBITDA greiðist launabónus sem næmi tveimur mánaðarlaunum og við hverjar 50 milljónir sem myndu bætast við EBITDA eftir það þá myndu bætast við ein mánaðarlaun í bónus.

Manninum var sagt upp starfi sínu hjá félaginu þann 14. janúar 2005. Tekið var fram í bréfinu, að uppsagnarákvæði væru í samræmi við ákvæði ráðningarsamnings og ekki væri gert ráð fyrir frekara vinnuframlagi af hálfu stefnanda. Í framhaldi af uppsögninni fékk stefnandi greidd laun í uppsagnarfresti, en launabónusinn var ekki greiddur. Maðurinn stefndi því fyrirtækinu og krafðist þess að fá bónusinn greiddann.

Fyrirtækið krafðist sýknu, einkum á forsendu þess að maðurinn fékk greidd laun í hálft ár eftir að hann lét af störfum jafnvel þó að hann hafi verið komin í starf hjá öðru fyrirtæki. Jafnframt var sýknukrafan byggð á þeirri forsendu að EBIDTA er hvorki skilgreind í samningi aðila, lögum né reikningsskilareglum eða stöðlum, og hafi því ýmsar leiðir verið farnar við útreikning á henni.

Héraðsdóm ur Reykjavíkur tók hins vegar undir kröfur starfsmannsins og dæmdi fyrirtækið til að greiða 9.992.416 í bætur auk dráttarvaxta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×