Innlent

Kosning utan kjörfundar hefst þegar tilkynnt hefur verið um þingrof

Kosning utan kjörfundar hefst þegar tilkynnt hefur verið um þingrof
Kosning utan kjörfundar hefst þegar tilkynnt hefur verið um þingrof
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla getur ekki hafist fyrr en búið er að tilkynna um þingrof og kjördagur verið auglýstur formlega.

Ráðgert er að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, tilkynni um þingrof og þingkosningar 25. apríl þegar þingfundur hefst klukkan 10:30 í fyrrmálið. Um leið getur utankjörstaðaratkvæðagreiðsla hafist. Búast má við tilkynningu þess efnis eftir að Jóhanna leggur til að þing verði rofið.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer að alla jöfnu fram um land allt á aðalskrifstofum sýslumanna eða í útibúum. Erlendis greiðir fólk atkvæði yfirleitt á skrifstofum sendiráða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×