Innlent

Maður féll ofan af húsþaki

Piltur slasaðist og missti meðvitund þegar hann féll nokkra metra ofan af húsþaki á Barðaströnd, skammt vestan við Brjánslæk, í gærkvöldi. Að höfðu samráði læknis á staðnum og þyrlulæknis var ákveðið að senda þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir piltinum og lenti hún með hann í Reykjavík upp úr miðnætti. Hann var þegar fluttur á slysadeild, en mun ekki vera í lífshættu. Ekki er vitað um tildrög slyssins








Fleiri fréttir

Sjá meira


×