Innlent

Hvalfjarðargöngum lokað eftir slys

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Gangamunninn.
Gangamunninn. Mynd/Pjetur

Hvalfjarðargöngunum hefur verið lokað vegna slyss við norðanmunna gangnanna. Ekkert er vitað um tildrög slyssins að svo stöddu. Að sögn lögreglunnar á Akranesi er einn slasaður, þó ekki sé vitað meira um ástand viðkomandi. Sjúkrabílar hafa verið sendir af stað frá Akranesi, að því er upplýsingar frá Speli, rekstraraðila gangnanna, herma.

Talsverð umferðarteppa myndaðist við göngin að sögn sjónarvotta, en lögregla mun nú beina ökumönnum um Hvalfjörðin á meðan vinna á slysstað stendur yfir. Ekki er gert ráð fyrir að hægt verði að opna göngin fyrr en eftir klukkutíma í fyrsta lagi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×