Innlent

Slapp með minniháttar meiðsli

Kona á þrítugsaldri sem ók Toyota Yaris fram á flutningabíl í Hvalfjarðargöngum slapp með skrámur. Klippa þurfti konuna út úr bílnum en mikið mildi þykir að ekki fór verr að sögn vakthafandi læknis á slysadeild.

Slysið varð á fjórða tímanum í dag en loka þurfti Hvalfjarðargöngum í vel á þriðja klukkutíma. Göngin voru opnuð upp úr klukkan sex síðdegis en konan var flutt á slysadeild.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×