Augu Dana beinast að Íslandi 24. janúar 2009 02:45 Fimmtán manna hópur í kringum hljómsveitina D-A-D kom til Íslands í gær. Sveitin heldur styrktartónleika á Nasa í kvöld. Fréttablaðið/ANton Danska rokksveitin D-A-D mætti til landsins í gærdag og heldur styrktartónleika fyrir Íslendinga í vanda á Nasa í kvöld. Danskir fjölmiðlar sýna heimsókninni áhuga. Danskir fjölmiðlar sýna Íslandsheimsókn rokkaranna í D-A-D, Disneyland After Dark, mikla athygli. Að sögn tónleikahaldarans Gríms Atlasonar munu útsendarar TV2 og Danmarks Radio fylgjast bæði með tónleikunum sem og mótmælum Íslendinga. „Þeir gista á Hótel Borg, alveg ofan í mótmælunum, og fá stanslausan ryþma beint í æð allan sólarhringinn. Þetta eru líka skemmtilegir og hressir menn, alvöru menn,“ segir Grímur um bandið. D-A-D heldur tónleika á Nasa í kvöld, en eins og Fréttablaðið hefur greint frá eru tónleikarnir styrktartónleikar fyrir íslenska námsmenn og lífeyrisþega í Danmörku sem lent hafa í vandræðum vegna bankahrunsins. D-A-D er ein þekktasta rokksveit Dana og hefur til að mynda oftast allra sveita spilað á stóra sviðinu á Hróarskelduhátíðinni. Hljómsveitin á góðan hóp aðdáenda hér á landi sem muna vel þegar lagið Sleeping My Day Away gerði allt vitlaust á öldum ljósvakans og bandinu var í kjölfarið spáð heimsfrægð. Það eru samtökin Because We Care sem standa að heimsókn D-A-D til Íslands og þiggja meðlimir hennar enga þóknun fyrir tónleikahaldið. Þegar hafa Because We Care safnað átta milljónum króna til handa bágstöddum Íslendingum í Danmörku. Miðaverð á tónleikana er 2.900 krónur og húsið opnar klukkan 20.30. B.Sig hitar upp.hdm@frettabladid.is Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Sjá meira
Danska rokksveitin D-A-D mætti til landsins í gærdag og heldur styrktartónleika fyrir Íslendinga í vanda á Nasa í kvöld. Danskir fjölmiðlar sýna heimsókninni áhuga. Danskir fjölmiðlar sýna Íslandsheimsókn rokkaranna í D-A-D, Disneyland After Dark, mikla athygli. Að sögn tónleikahaldarans Gríms Atlasonar munu útsendarar TV2 og Danmarks Radio fylgjast bæði með tónleikunum sem og mótmælum Íslendinga. „Þeir gista á Hótel Borg, alveg ofan í mótmælunum, og fá stanslausan ryþma beint í æð allan sólarhringinn. Þetta eru líka skemmtilegir og hressir menn, alvöru menn,“ segir Grímur um bandið. D-A-D heldur tónleika á Nasa í kvöld, en eins og Fréttablaðið hefur greint frá eru tónleikarnir styrktartónleikar fyrir íslenska námsmenn og lífeyrisþega í Danmörku sem lent hafa í vandræðum vegna bankahrunsins. D-A-D er ein þekktasta rokksveit Dana og hefur til að mynda oftast allra sveita spilað á stóra sviðinu á Hróarskelduhátíðinni. Hljómsveitin á góðan hóp aðdáenda hér á landi sem muna vel þegar lagið Sleeping My Day Away gerði allt vitlaust á öldum ljósvakans og bandinu var í kjölfarið spáð heimsfrægð. Það eru samtökin Because We Care sem standa að heimsókn D-A-D til Íslands og þiggja meðlimir hennar enga þóknun fyrir tónleikahaldið. Þegar hafa Because We Care safnað átta milljónum króna til handa bágstöddum Íslendingum í Danmörku. Miðaverð á tónleikana er 2.900 krónur og húsið opnar klukkan 20.30. B.Sig hitar upp.hdm@frettabladid.is
Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Sjá meira