Innlent

Meira en 10500 fjárnámsbeiðnir í Reykjavík

Rúmlega tíu þúsund og fimm hundruð fjárnámsbeiðnir hafa verið skráðar hjá Sýslumannsembættinu í Reykjavík það sem af er þessu ári - eða þúsund fleiri beiðnir miðað við sama tíma í fyrra.

Rúmlega eitt þúsund og sjö hundruð fjárnámsbeiðnir vegna gjaldfallinna skulda voru skráðar hjá Sýslumannsembættinu í Reykjavík í síðasta mánuði. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs var búið að skrá 10.535 beiðnir hjá embættinu.

Á sama tíma í fyrra voru beiðnirnar níu þúsund fimm hundruð og tólf og fjölgar því um rúmlega eitt þúsund milli ára. Alls voru skráðar rúmlega átján þúsund og fimm hundruð beiðnir á síðasta ári.

Þá kemur fram í samantekt Sýslumanns að það sem af er þessu ári hafa 17 útburðarbeiðnir borist embættinu en á sama tíma í fyrra voru þær 20 talsins. Engin útburðarbeiðni var send til embættisins í síðasta mánuði.

Þrjár innsetningarbeiðnir hafa borist embættinu það sem af er þessu ári en slíkar beiðnir eru sendar meðal annars í þeim tilgangi að kyrrsetja eignir. Þetta er jafn margar beiðnir og bárust embættinu allt árið í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×