Fáfnir lagðir niður - Hells Angels staðreynd á Íslandi 28. ágúst 2009 20:45 Fáfnir eru nátengdir Hells Angels í Noregi og Danmörku. Mótorhjólaklúbburinn Fáfnir hefur verið lagður opinberlega niður samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. Aftur á móti hefur klúbburinn tekið upp nafnið Hells Angels prospect og er því orðinn opinber stuðningsaðili að Vítisenglunum alþjóðlegu. Þá er Jón Trausti Lúthersson, sem var formaður Fáfnis, hættur í klúbbnum en nýr formaður hefur tekið við, hann heitir Einar „Boom" Marteinsson. Fáfnir sótti fyrir nokkrum árum um að gerast meðlimir í Hells Angels en ríkislögreglustjóri lýsti því yfir í skýrslu árið 2007 að tenging Fáfnis við Hells Angels væri ógn við þjóðaröryggi Íslands. Þá hefur oft verið mikill viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli vegna komu erlendra Vítisengla hingað til lands. Þeim hefur umsvifalaust verið snúið við, þó með viðkomu í fangaklefum á Suðurnesjum. Nú eru þau tímamót gengin í garð að Fáfnir er orðinn opinber stuðningsklúbbur Vítisenglanna og mun skreyta sig með þar tilgerðum merkjum; Það er, logandi hauskúpum. Opinbert nafn klúbbsins er MC Prospect of Hells Angels Iceland. Vítisenglarnir eru því komnir til að vera á Íslandi. Höfuðstöðvar klúbbsins eru í Hafnarfirði þar sem Fáfnir var áður til húsa. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu fyrr á árinu þegar Fáfnir hélt upp á afmælið sitt í húsnæðinu og buðu Vítisenglum víðsvegar úr heiminum í tilefni þess. Ekki kom til átaka í afmælinu sjálfu en þó þurftu erlendir Vítisenglar að gista fangageymslur lögreglunnar á Suðurnesjum þegar þeir freistuðust til þess að koma inn til landsins. Þeir ákváðu þá að fara í mál við íslenska ríkið fyrir meðferðina sem þeir sættu. Það mál hefur hinsvegar ekki verið til lykta leitt. Samkvæmt heimildum Vísis er um talsverð tímamót að ræða hjá Fáfnismönnum sem nú mega kalla sig Hells Angels. Mótorhjólaklúbbar þurfa að hafa talsvert fyrir því að gerast meðlimir innan Vítisenglanna alræmdu og getur slíkt ferli tekið fjölda ára. Fáfnismennirnir eru samt ekki orðnir fullgildir meðlimir Vítisenglanna, heldur opinberir áhangendur þeirra. Aftur á móti er ekki langt í að þeir gerist fullgildir meðlimir eftir að klúbburinn hefur náð áhangendastiginu. Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Mótorhjólaklúbburinn Fáfnir hefur verið lagður opinberlega niður samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. Aftur á móti hefur klúbburinn tekið upp nafnið Hells Angels prospect og er því orðinn opinber stuðningsaðili að Vítisenglunum alþjóðlegu. Þá er Jón Trausti Lúthersson, sem var formaður Fáfnis, hættur í klúbbnum en nýr formaður hefur tekið við, hann heitir Einar „Boom" Marteinsson. Fáfnir sótti fyrir nokkrum árum um að gerast meðlimir í Hells Angels en ríkislögreglustjóri lýsti því yfir í skýrslu árið 2007 að tenging Fáfnis við Hells Angels væri ógn við þjóðaröryggi Íslands. Þá hefur oft verið mikill viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli vegna komu erlendra Vítisengla hingað til lands. Þeim hefur umsvifalaust verið snúið við, þó með viðkomu í fangaklefum á Suðurnesjum. Nú eru þau tímamót gengin í garð að Fáfnir er orðinn opinber stuðningsklúbbur Vítisenglanna og mun skreyta sig með þar tilgerðum merkjum; Það er, logandi hauskúpum. Opinbert nafn klúbbsins er MC Prospect of Hells Angels Iceland. Vítisenglarnir eru því komnir til að vera á Íslandi. Höfuðstöðvar klúbbsins eru í Hafnarfirði þar sem Fáfnir var áður til húsa. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu fyrr á árinu þegar Fáfnir hélt upp á afmælið sitt í húsnæðinu og buðu Vítisenglum víðsvegar úr heiminum í tilefni þess. Ekki kom til átaka í afmælinu sjálfu en þó þurftu erlendir Vítisenglar að gista fangageymslur lögreglunnar á Suðurnesjum þegar þeir freistuðust til þess að koma inn til landsins. Þeir ákváðu þá að fara í mál við íslenska ríkið fyrir meðferðina sem þeir sættu. Það mál hefur hinsvegar ekki verið til lykta leitt. Samkvæmt heimildum Vísis er um talsverð tímamót að ræða hjá Fáfnismönnum sem nú mega kalla sig Hells Angels. Mótorhjólaklúbbar þurfa að hafa talsvert fyrir því að gerast meðlimir innan Vítisenglanna alræmdu og getur slíkt ferli tekið fjölda ára. Fáfnismennirnir eru samt ekki orðnir fullgildir meðlimir Vítisenglanna, heldur opinberir áhangendur þeirra. Aftur á móti er ekki langt í að þeir gerist fullgildir meðlimir eftir að klúbburinn hefur náð áhangendastiginu.
Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira