Innlent

Nýtt gagnaver gæti skapað tugi starfa

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Gagnaver DataCell í Sviss.
Gagnaver DataCell í Sviss.

„Ég sé fyrir mér að hægt sé að draga mikil viðskipti hingað," segir Ólafur, Sigurvinsson, rekstrarstjóri nýja gagnavistunarfyrirtækisins DataCell. Reiknað er með að fyrirtækið hefji rekstur í september með þjónustu við fyrstu viðskiptavinina á Íslandi.

DataCell var stofnað hér á landi í síðustu viku og kemur til með að reka gagnaver hér með fullri þjónustu, en einnig í Sviss, Bretlandi, Finnlandi og Bandaríkjunum. Stefnt er að því að höfuðstöðvar fyrirtækisins verði á Íslandi.

Um 200 fyrirtæki, einkum erlend, hafi þegar óskað eftir hýsingu gagna í gegnum heimasíðu fyrirtækisins, Datacell.com, samkvæmt Ólafi.

Ólafur segir að lega landsins, stöðugt stjórnmálaástand og ódýr raforka eigi allt í senn þátt í því hversu samkeppnishæft Ísland sé á þessum markaði.

Hann segir að ef allt gangi upp gæti fyrirtækið ráðið allt að sextíu til sjötíu manns þegar reksturinn er kominn á fullt.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×