Erlent

Dýrustu bílastæði heims í London

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Lundúnabúar njóta þess vafasama heiðurs að greiða hæstu bílastæðagjöld í heimi. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar ástralska ráðgjafarfyrirtækisins Colliers International sem náði til allrar heimsbyggðarinnar. Sá sem ekur til vinnu sinnar í London og leggur bílnum í gjaldskyldu stæði í miðbænum yfir daginn greiðir að meðaltali jafnvirði um 130.000 króna á mánuði fyrir. Fast á hæla London fylgir Amsterdam og Hong Kong þar á eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×