Innlent

Hjólað frá Mosfellsbæ til Akureyrar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fjölmennur hópur hjólreiðamanna var ræstur af snemma í morgun í hjólreiðakeppni frá Mosfellsbæ til Akureyrar.

Samkvæmt upplýsingum frá Ungmennafélagi Íslands er áætlað að fyrstu keppendurnir komi norður upp úr klukkan níu í kvöld en þá verða þeir búnir að leggja um 415 kílómetra að baki. Rétt fyrir klukkan tíu voru fyrstu keppendurnir að fara í gegnum Borgarnes.

Keppnin er liður í því að minnast þess að eitthundrað ár eru liðin frá því að fyrsta Landsmót UMFÍ var haldið á Akureyri. 26. Landsmót UMFÍ stendur yfir dagana 9.-12. júlí á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×