Innlent

Finni og konu hans hótað

Finni Sveinbjörnssyni, bankastjóra Nýja Kaupþings, barst hótun bréfleiðis í kjölfar fréttar Fréttablaðsins um að Björgólfsfeðgar vildu semja um ákveðna niðurfellingu á skuldum sínum við bankann. Konu Finns var einnig hótað í sama bréfi. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Í dag barst tilkynning frá Nýja Kaupþingi þess efnis að öryggi starfsmanna fyrirtækisins hefði verið ógnað. Bankinn fann sig því knúinn til að gefa út yfirlýsingu þess efnis að engin ákvörðun hefði verið tekin varðandi afskriftir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×