Innlent

Ráðherra stöðvar makrílveiðar

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, hefur falið Fiskistofu að fella úr gildi öll leyfi til makrílveiða frá klukkan 18 í dag. Jafnframt hefur reglugerð um stjórn veiða íslenskra skipa úr norsk-íslenska síldarstofninum verið breytt á þann hátt að veiðar úr þeim stofni eru einungis heimilar fyrir norðan 66°N og þar má makrílafli ekki fara yfir 10% af heildarafla á hverju þriggja vikna tímabili. Tekur þessi reglugerðarbreyting gildi á miðnætti.

Er gripið til þessara ráðstafana þar sem afar hratt hefur gengið á útgefna hámarksaflaviðmiðun í markíl á síðustu dögum en það er 112 þúsund lestir, að fram kemur í tilkynningu. Þar segir að ennfremur sé ljóst að erfitt verði að veiða norsk-íslenska síld án þess að makríll fáist sem meðafli og á þeim grunni þykir ástæða til að stöðva beinar veiðar á makríl með fyrrgreindum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×