Nýtt kerfi afturför í öryggismálum á sjó 8. júlí 2009 03:45 Fiskistofa hefur gefið út rúmlega 400 leyfi til strandveiða, sem eykur álag eftirlitsaðila.fréttablaðið/kjk „Þetta er einfalt. Árið 2008 var fyrsta ár í Íslandssögunni þar sem ekkert banaslys varð á sjó í því kerfi sem hér hefur verið við lýði. Þetta er stór afturför í öryggismálum sjómanna," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. Nú hafa rúmlega 400 leyfi verið gefin út af Fiskistofu til strandveiða. Friðrik segir það hafa sýnt sig margoft um allan heim að fyrirkomulag á fiskveiðum þar sem um „kapphlaup um fisk" er að ræða hefur í för með sér að öryggisþættinum er fórnað fyrir möguleg uppgrip. „Það má búast við að menn rói í verri veðrum en skynsamlegt er og menn freistist til að sleppa eðlilegu viðhaldi á búnaði um borð." Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna, tekur undir sjónarmið Friðriks. „Þetta nær ekki nokkurri átt. Ég veit að áður en nokkur bátur hélt til strandveiða þá var Vaktstöð siglinga hlaðin störfum. Hvað svo þegar bætast við 400 bátar?" Árni segir það gefa auga leið að þeir sem nú rói til fiskjar undir merkjum nýs strandveiðikerfis hafi ekki allir þá reynslu sem til þurfi. „Við búum á einu erfiðasta hafsvæði í heimi og það er öfugsnúið að eini vaxtarbroddurinn sé í smábátaútgerð." Árni minnir á skerta björgunargetu hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og að lítill tími sé yfirleitt til stefnu þegar óhöpp verði hjá smábátasjómönnum, oft langt frá landi. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Félags smábátaeigenda, tekur ekki undir það sjónarmið að öryggi sjómanna hafi verið fórnað með nýju kerfi. Hann minnir á að allir sem fari á sjó undir merkjum nýs kerfis þurfi að uppfylla ströng skilyrði. „Í ljósi þess met ég það svo að menn séu öruggir, þó að menn verði nú sem áður að vera varkárir og bera virðingu fyrir náttúruöflunum." Hann segir að í stórum hópi búi sjómenn yfir misjafnlega mikilli reynslu en allir geri sér grein fyrir því hvað það þýði að sækja sjóinn við Ísland. „Það eru þó vissulega mikil viðbrigði að skyndilega bætast við yfir 400 bátar til viðbótar á miðin." Örn, eins og aðrir forsvarsmenn sjómanna, gagnrýnir harðlega skerðingu á fjárveitingum til Gæslunnar. Ásgrímur L. Ásgrímsson, yfirmaður Vaktstöðvar siglinga, segir Landhelgisgæsluna hafa átt gott samstarf við strandveiðimenn. Þeir leggi sig fram um að uppfylla öll öryggisskilyrði. Hann segir þó að annríki hjá Vaktstöð siglinga sé mikið en starfsmenn ráði vel við það. Á áttunda hundrað báta eru nú á sjó við Ísland að staðaldri. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira
„Þetta er einfalt. Árið 2008 var fyrsta ár í Íslandssögunni þar sem ekkert banaslys varð á sjó í því kerfi sem hér hefur verið við lýði. Þetta er stór afturför í öryggismálum sjómanna," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. Nú hafa rúmlega 400 leyfi verið gefin út af Fiskistofu til strandveiða. Friðrik segir það hafa sýnt sig margoft um allan heim að fyrirkomulag á fiskveiðum þar sem um „kapphlaup um fisk" er að ræða hefur í för með sér að öryggisþættinum er fórnað fyrir möguleg uppgrip. „Það má búast við að menn rói í verri veðrum en skynsamlegt er og menn freistist til að sleppa eðlilegu viðhaldi á búnaði um borð." Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna, tekur undir sjónarmið Friðriks. „Þetta nær ekki nokkurri átt. Ég veit að áður en nokkur bátur hélt til strandveiða þá var Vaktstöð siglinga hlaðin störfum. Hvað svo þegar bætast við 400 bátar?" Árni segir það gefa auga leið að þeir sem nú rói til fiskjar undir merkjum nýs strandveiðikerfis hafi ekki allir þá reynslu sem til þurfi. „Við búum á einu erfiðasta hafsvæði í heimi og það er öfugsnúið að eini vaxtarbroddurinn sé í smábátaútgerð." Árni minnir á skerta björgunargetu hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og að lítill tími sé yfirleitt til stefnu þegar óhöpp verði hjá smábátasjómönnum, oft langt frá landi. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Félags smábátaeigenda, tekur ekki undir það sjónarmið að öryggi sjómanna hafi verið fórnað með nýju kerfi. Hann minnir á að allir sem fari á sjó undir merkjum nýs kerfis þurfi að uppfylla ströng skilyrði. „Í ljósi þess met ég það svo að menn séu öruggir, þó að menn verði nú sem áður að vera varkárir og bera virðingu fyrir náttúruöflunum." Hann segir að í stórum hópi búi sjómenn yfir misjafnlega mikilli reynslu en allir geri sér grein fyrir því hvað það þýði að sækja sjóinn við Ísland. „Það eru þó vissulega mikil viðbrigði að skyndilega bætast við yfir 400 bátar til viðbótar á miðin." Örn, eins og aðrir forsvarsmenn sjómanna, gagnrýnir harðlega skerðingu á fjárveitingum til Gæslunnar. Ásgrímur L. Ásgrímsson, yfirmaður Vaktstöðvar siglinga, segir Landhelgisgæsluna hafa átt gott samstarf við strandveiðimenn. Þeir leggi sig fram um að uppfylla öll öryggisskilyrði. Hann segir þó að annríki hjá Vaktstöð siglinga sé mikið en starfsmenn ráði vel við það. Á áttunda hundrað báta eru nú á sjó við Ísland að staðaldri.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira