Erlent

Kim slappur í sjónvarpsávarpi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, var fölur og fár þegar hann ávarpaði þjóð sína í sjónvarpi í morgun í tilefni þess að 15 ár eru í dag liðin frá því að faðir hans, Kim Il-sung, sem hélt um valdataumana á undan honum, lést árið 1994. Ávarpið var ekki bein útsending heldur tekið upp áður og sat Jong-il, sem er 67 ára gamall, hokinn á stól meðan hann talaði. Ýmsar sögusagnir hafa verið í gangi um heilsufar leiðtogans og vitað er að sonur hans átti leynilegan fund með lækni í Frakklandi í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×