Lífið

IDOL: Var mjög ósátt við sjálfa mig - myndband

Guðrún Lísa Einarsdóttir.
Guðrún Lísa Einarsdóttir.

„Já ég satt best að segja veit ekki alveg hvernig ég á að túlka þetta," svaraði Guðrún Lísa Einarsdóttir, keppandi í Idol stjörnuleit þegar Vísir spurði hana baksviðs í Smáralindinni á föstudag, eftir að hún flutti lagið Mamma Mía, hvernig hún túlkaði athugasemd Björns Jörundar þegar hann líkti flutningi hennar við sænskar kjötbollur.

„Síðast þá var ég, liggur við, að bresta í grát því ég var mjög ósátt við sjálfa mig," sagði Lísa meðal annars.

Á Facebooksíðu Fólks í fréttum má sjá viðtalið við Lísu í heild sinni. Eftir helgi birtast viðtölin við alla Idol keppendurna á Vísi.

Idolsíðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.