Íslenski boltinn

Fimmtíu prósent árangur í meistaraspánni undanfarin áratug

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
FH-ingar urðu Íslandsmeistarar í fyrra en var spáð 2. sætinu.
FH-ingar urðu Íslandsmeistarar í fyrra en var spáð 2. sætinu. Mynd/Vilhelm

Þjálfarar, fyrirliðar og forráðamenn hafa undanfarin áratug náð fimmtíu prósent árangri í að spá fyrir um verðandi Íslandsmeistara í árlegri spá sinni á kynningarfundi fyrir úrvalsdeild karla.

Spáin hefur ekki gengið upp undanfarin tvö ár. Val var spáð titlinum í fyrra en FH vann og árið áður var það síðan öfugt. FH var þá spáð titlinum en Valur vann.

Ný spá fyrir Pepsi-deild karla verður birt á Kynningarfundi deildarinnar á eftir en miklar líkur eru að þar verði FH spáð Íslandsmeistaratitlinum en meistaranir frá því í fyrra eru nýbúnir að tryggja sér sigur í Lengjubikarnum og Meistarakeppni KSÍ.

Það gengur mun verr að spá því hverjir enda í 2. sæti en hverjir verða meistarar. Það eru nefnilega liðin tíu ár síðan spáð var rétt um hvaða lið endar í 2. sæti. Það gerðist síðast sumarið 1999 þegar ÍBV var spáð 2. sætinu.

Íslandsmeistaraspáin undanfarin tíu ár

2008 Valur Rangt - (FH meistari, Valur í 5. sæti)

2007 FH Rangt - (Valur meistari, FH í 2. sæti)

2006 FH Rétt

2005
FH Rétt

2004
KR Rangt - (FH meistari, KR í 6. sæti)

2003 KR Rétt

2002 Grindavík Rangt - (KR meistari, Grindavík í 3. sæti)

2001 KR Rangt - (ÍA meistari, KR í 7. sæti)

2000 KR Rétt

1999
KR Rétt








Fleiri fréttir

Sjá meira


×