Innlent

Venus skín skært um þessar mundir

MYND/www.stjornuskodun.is

Margir hafa rekið augun í stjörnu á kvöldhimninum í suðri sem hefur skinið afar skært undanfarið. Á störnufræðivefnum segir að um reikistjörnuna Venus sé að ræða en í dag kemst Venus lengst frá sólinni frá jörðu séð sem þýðir að hún nær hæstu stöðu á himninum áður en hún fer lækkandi á ný.

Á stjörnufræðivefnum er þeim sem eiga sjónauka eindregið bent á að skoða stjörnuna nánar en þá sést að aðeins tæplega helmingur Venusar er upplýstur. Þrátt fyrir það er Venus svo björt að unnt er að sjá hana að degi til.

Nánar má fræðast um Venus og félaga hennar á himninum á stjörnufræðivefnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×