Innlent

Steindir gluggar Bessastaðakirkju prýða jólafrímerkin í ár

Steindir gluggar Bessastaðakirkju prýða jólafrímerki Íslandspósts í ár. Bessastaðakirkja er með elstu steinbyggingum landsins en hún var vígð árið 1796. Um miðja síðustu öld var svo sett steint gler í glugga kirkjunnar í tilefni af sextugsafmæli Ásgeirs Ásgeirssonar þáverandi forseta. Alls eru gluggarnir átta en á þeim er trúarsaga Íslendinga rakin. Frímerkin koma út á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×