Lífið

Mexíkóar stela íslenskri auglýsingu

Stolin Íslenska bílskúrsbandið gæðir sér á flatbökum eftir velheppnaða æfingu. Mexíkóska útgáfan er nákvæmlega eins nema húsráðandi tekur lagið á kassagítar í lokin.
Stolin Íslenska bílskúrsbandið gæðir sér á flatbökum eftir velheppnaða æfingu. Mexíkóska útgáfan er nákvæmlega eins nema húsráðandi tekur lagið á kassagítar í lokin.

„Maður hefur séð hugmyndir sem íslenskar auglýsingastofur hafa notað erlendis frá en ég hef ekki séð þetta fara í þessa áttina,“ segir Ársæll Baldursson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Ó-ið. Auglýsing sem stofan gerði fyrir Dominos á Íslandi hefur nú verið „endurgerð“ fyrir Dominos í Mexíkó. Reyndar án leyfis.

„Við ætlum að grennslast aðeins fyrir um hvaðan þeirra hugmynd er komin. Við gerum ekkert stórmál úr þessu. Þeir hjá Dominos International voru allavega mjög ánægðir með hana og hún var sýnd sem velheppnuð auglýsing á einhverri ráðstefnu hjá þeim,“ útskýrir Ársæll en leikstjóri og handritshöfundur auglýsingarinnar er Þór Ómar Jóhannesson.

Auglýsingin sýnir unga og efnilega bílskúrshljómsveit við stífar æfingar, húsráðanda til mikils ama. Hann ákveður að reyna að þagga aðeins niður í rokkinu og rólinu og grípur til þess ráðs að panta pitsu frá Dominos með tilætluðum árangri. Mexíkóska auglýsingin er nánast nákvæmlega eins, nema hvað húsbóndinn tekur lagið í lokin á kassagítar.

Ársæll segist vissulega hafa séð auglýsingastofur notfæra sér hugmyndir annarra. Hann hafi hins vegar aldrei áður séð sömu auglýsingu með handriti og öllu. „Okkur finnst náttúrlega íslenska auglýsingin miklu flottari, það er ekki nokkur spurning,“ segir Ársæll. -fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.