Innlent

Biðlistar hafa ekki verið styttri í tvö ár

Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra.
Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra.

Staða á biðlistum í júní 2009 er almennt góð og hafa biðlistar styst fyrir nær allar aðgerðir. Enn er þó bið eftir tilteknum aðgerðum, svo sem gerviliðaaðgerðum og aðgerðum á augasteini, en færri einstaklingar bíða eftir slíkum aðgerðum nú en á sama tíma í fyrra.

Landlæknisembættið hefur birt tölur á vefsetri sínu um bið eftir völdum aðgerðum á sjúkrahúsum og læknastofum svo og fjölda aðgerða á tímabilinu janúar til loka maí 2009. Einnig liggja fyrir sambærilegar upplýsingar fyrir sama tímabil árið 2008.

Viðvarandi bið hefur verið eftir kransæðavíkkun og kransæðamyndatökum á Landspítala en fækkað hefur verulega á þeim biðlista og eru nú aðeins fjórir einstaklingar sem beðið hafa lengur en þrjá mánuði eftir slíkri rannsókn. Kransæðavíkkunum og kransæðamyndatökum þar hefur fjölgað um tæp átta prósent milli ára.

Aðgerðum á augasteini fækkar á milli ára á Landspítala og St. Jósefsspítala en þeim aðgerðum hefur fjölgað á Akureyri. Gerfi-liðaaðgerðum á mjöðm og hné hefur fjölgað á öllum sjúkrahúsum frá því í fyrra og hefur biðtími eftir þeim aðgerðum styst nokkuð. Biðlisti eftir brjósta-minnkunaraðgerðum hefur hins vegar lengst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×