Innlent

Bróðir menntamálaráðherra fær hvatningarverðlaun

Ármann Jakobsson er vel að hvatningaverðlaununum kominn segir meðal annars í niðurstöðu dómnefndar.
Ármann Jakobsson er vel að hvatningaverðlaununum kominn segir meðal annars í niðurstöðu dómnefndar.

Ármann Jakobsson, dósent í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands, hlaut hvatningaverðlaun Vísinda- og tækniráðs sem afhent var á Rannsóknarþingi í dag.

Styrkurinn, sem er veittur árlega, nemur tveimur milljónum króna.

Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars:

Ármann er fæddur í Reykjavík árið 1970. Allt háskólanám sitt sótti hann til Háskóla Íslands

auk þess sem hann dvaldi við nám í Kaupmannahöfn haustin 1998 og 2000. Hann lauk BA prófi í íslensku árið 1993, MA í íslenskum bókmenntum árið 1996 og loks dr. phil í sömu grein árið 2003.

Doktorsritgerð hans nefndist Staður í nýjum heimi. Konungasagan Morkinskinna. Var hún ítarleg greining á sagnaritinu Morkinskinnu sem lítið hafði verið fjallað um áður og kemur Morkinskinna bráðum út í fyrsta sinn með samræmdri íslenskri stafsetningu, í útgáfu Ármanns sjálfs.

Í lok niðurstöðunnar segir: Það er einróma álit dómnefndar hvatningarverðlaunanna að Ármann Jakobsson uppfylli öll viðmið hennar og sé því verðugur handhafi hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs 2009.

Þess má geta að Ármann er bróðir Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra.

Niðurstöðu dómsnefndar má lesa í viðhengi sem fylgir greininni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×