Enski boltinn

Savage: Giggs er leikmaður ársins

AFP

Robbie Savage, miðvallarleikmaður Derby, er yfir sig hrifinn af leik landa síns Ryan Giggs hjá Manchester United eftir að þeir mættust í bikarkeppninni á dögunum.

"Ryan er ótrúlegur og mjög erfiður viðureignar. Hann hefur stokkað upp hlutverk sitt hjá liðinu og getur spilað á kanti, á miðjunni og frammi. Þetta er til marks um hvað hann er góður leikmaður og í mínum augum er hann leikmaður ársins," sagði Savage, sem var í leikmannahóp United í upphafi tíunda áratugarins með mönnum eins og Giggs, Beckham, Scholes, Neville-bræðrum og Nicky Butt svo einhverjir séu nefndir.

Savage hefur ekki átt fast sæti í liði Derby á leiktíðinni og hefur því fengið nægan tíma til að skella sér á völlinn á Old Trafford til að horfa á fyrrum félaga sína.

"United er með besta hóp sem liðið hefur haft og getur unnið alla titla sem í boði eru. Þeir voru ekki með eiginlegan framherja þegar þeir spiluðu við okkur og þegar við litum á lið þeirra á blaðinu fyrir leik töldum við okkur eiga smá möguleika - en þeir áttu leikinn frá upphafi til enda."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×