Enski boltinn

Leik Arsenal og Cardiff frestað

Big Ben er jólalegur um þessar mundir
Big Ben er jólalegur um þessar mundir AFP

Aukaleik Arsenal og Cardiff í fjórðu umferð enska bikarsins sem fara átti fram annað kvöld hefur verið frestað vegna veðurfars í Lundúnum.

Mikill snjór hefur sett svip sinn á höfuðborgina í gær og í dag en þó Emirates völlurinn sé upphitaður og í fínu lagi, þótti rétt að fresta leiknum til að gæta öryggis áhorfenda sem ætluðu að ferðast á leikinn.

Leikurinn hefur verið færður á laugardaginn 14. febrúar og leik Cardiff gegn Heiðari Helgusyni og félögum í QPR sem fara átti fram þann dag verið frestað.

Snjókoman í gær og í dag er einhver sú mesta í Vestur-Evrópu í hátt í tvo áratugi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×