Erlent

Fórnarlömb skjálftans á Ítalíu tæplega 180

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Björgunarmenn bera eitt fórnarlamba jarðskjálftans út úr húsarústum.
Björgunarmenn bera eitt fórnarlamba jarðskjálftans út úr húsarústum. MYND/AFP/Getty Images

Nú er ljóst að um 180 manns hafa týnt lífi í jarðskjálftanum á Ítalíu í fyrrinótt. Björgunarmenn halda áfram leit í rústum og eru þúsundir þeirra við störf á hamfarasvæðinu þar sem rigning og kuldi hamla aðgerðum þó að einhverju leyti.

Um 50.000 hafa misst heimili sín og vel á annað þúsund eru sárir eftir skjálftann. Tjaldbúðum hefur verið slegið upp víða á opnum svæðum þar sem heimilislausir hafast nú við auk þess sem mörg hótel hafa verið nýtt í sama tilgangi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×