Innlent

Tóbaksþjófs leitað

Nikótínþörfin virðist hafa borið þjófinn ofurliði.
Nikótínþörfin virðist hafa borið þjófinn ofurliði.

Brotist var inn í verslunina Fosshól í Ljósavatnsskarði nærri Húsavík í nótt. Innbrotsþjófur braut rúðu á dyr búðarinnar og fór þannig inn.

Athygli vekur að þjófurinn virðist ekki hafa tekið neitt annað en tóbak ófrjálsri hendi. Samkvæmt lögreglunni á Húsvík, sem hefur málið til rannsóknar, þá hefur þjófurinn tekið talsvert af tóbaki ófrjálsri hendi. Ekki er fulljóst hvort hann hafi tekið fleira.

Áður hefur verið brotist inn í búðina, sem er í alfaraleið við þjóðveginn.



Lögreglan á Húsavík biður alla þá sem gætu vitað eitthvað um málið að hafa samband við sig í síma 4641303.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×