Slökkviliðsstjóri: Ökuníðingnum var ekkert heilagt Magnús Már Guðmundsson skrifar 22. júní 2009 10:58 Mynd/Arnþór Birkisson „Menn upplifðu hér á bílaplaninu að það væri í rauninni ekkert heilagt hjá honum. Það er þess vegna sem við brugðust við á þennan máta," segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, um manninn sem gekk berserksgang á götum Reykjavíkur í gærkvöldi og ók meðal annars á dyr slökkvistöðvarinnar í Skógarhlíð. Sjúkrabifreið var ekið á jeppabifreið mannsins til að reyna að stöðva för hans. Ökuníðingurinn, sem er hálffertugur karlmaður, reyndi að keyra í gegnum útkeyrsludyr slökkviliðsins sem snúa í norður. Lögreglumenn sem komu aðvífandi áttu fótum sínum fjör að launa þegar maðurinn keyrði á bifreið þeirra. Þá hófst eftirför sem lauk við planið fyrir aftan lögreglustöðina á Hverfisgötu rétt fyrir klukkan níu. Áður hafði maðurinn haft samband við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis og hótað að myrða lögreglumenn sem yrðu á vegi hans.Óttuðust að hinn almenni borgari væri í hættu Jón Viðar segir að sínir menn hafi óttast að illa myndi fara og því hafi sjúkrabifreið tekið þátt í eftirförinni og reynt að stöðva manninn. „Eftir að við sáum að hann var búinn að keyra niður lögreglubifreið á planinu hjá okkur vorum við hræddir um að hann færi að keyra á hvern sem er og að hinn almenni borgari væri í hættu." Maðurinn var handtekinn á planinu fyrir aftan lögreglustöðina við Hverfisgötu.Mynd/Arnþór Birkisson Afstýrðu frekari hörmungum Aðspurður segir Jón Viðar að slökkviliðsmenn hafi þjálfun í forgangsakstri en ekki í að veita eftirför. „Við höfum ekki sérmenntun í að veita einum né neinum eftirför. Menn voru náttúrulega að grípa til þess neyðarréttar sem menn hafa til að koma í veg fyrir frekari hörmungar. Það hefði verið skelfilegt ef að við hefðum ekki gert neitt og hann hefði keyrt á einhverja bíla án þess að við hefðum brugðist við," segir slökkviliðsstjórinn.Unnið að viðgerðum Jón Viðar segir unnið sé að viðgerðum á hurðum slökkvistöðvarinnar í norðurátt en tvær hurðir snúi í suður. „Við gátum nýtt þær til að flytja bíla út þannig að viðbragðsstyrkur okkar var í góðu lagi." Tengdar fréttir Ökuníðingur yfirheyrður í dag - myndband Maður á stórum jeppa gekk berserksgang á götum Reykjavíkur í gærkvöldi og ók hann meðal annars á dyr slökkvistöðvarinnar í Skógarhlíð. 22. júní 2009 07:03 Keyrði á lögreglubíl og slökkiviliðsstöðina í Skógarhlíð Eltingarleik lögreglu við mann á svörtum Cherokee jeppa lauk við planið fyrir aftan lögreglustöðina á Hverfisgötu fyrir um 40 mínútum síðan. Hann hafði þá stórskemmt lögreglubíl sem hann keyrði á, auk þess sem hann hafði gert tilraun til að keyra inn í samskiptamiðstöð lögreglunnar við Skógarhlíð 16. 21. júní 2009 21:25 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Sjá meira
„Menn upplifðu hér á bílaplaninu að það væri í rauninni ekkert heilagt hjá honum. Það er þess vegna sem við brugðust við á þennan máta," segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, um manninn sem gekk berserksgang á götum Reykjavíkur í gærkvöldi og ók meðal annars á dyr slökkvistöðvarinnar í Skógarhlíð. Sjúkrabifreið var ekið á jeppabifreið mannsins til að reyna að stöðva för hans. Ökuníðingurinn, sem er hálffertugur karlmaður, reyndi að keyra í gegnum útkeyrsludyr slökkviliðsins sem snúa í norður. Lögreglumenn sem komu aðvífandi áttu fótum sínum fjör að launa þegar maðurinn keyrði á bifreið þeirra. Þá hófst eftirför sem lauk við planið fyrir aftan lögreglustöðina á Hverfisgötu rétt fyrir klukkan níu. Áður hafði maðurinn haft samband við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis og hótað að myrða lögreglumenn sem yrðu á vegi hans.Óttuðust að hinn almenni borgari væri í hættu Jón Viðar segir að sínir menn hafi óttast að illa myndi fara og því hafi sjúkrabifreið tekið þátt í eftirförinni og reynt að stöðva manninn. „Eftir að við sáum að hann var búinn að keyra niður lögreglubifreið á planinu hjá okkur vorum við hræddir um að hann færi að keyra á hvern sem er og að hinn almenni borgari væri í hættu." Maðurinn var handtekinn á planinu fyrir aftan lögreglustöðina við Hverfisgötu.Mynd/Arnþór Birkisson Afstýrðu frekari hörmungum Aðspurður segir Jón Viðar að slökkviliðsmenn hafi þjálfun í forgangsakstri en ekki í að veita eftirför. „Við höfum ekki sérmenntun í að veita einum né neinum eftirför. Menn voru náttúrulega að grípa til þess neyðarréttar sem menn hafa til að koma í veg fyrir frekari hörmungar. Það hefði verið skelfilegt ef að við hefðum ekki gert neitt og hann hefði keyrt á einhverja bíla án þess að við hefðum brugðist við," segir slökkviliðsstjórinn.Unnið að viðgerðum Jón Viðar segir unnið sé að viðgerðum á hurðum slökkvistöðvarinnar í norðurátt en tvær hurðir snúi í suður. „Við gátum nýtt þær til að flytja bíla út þannig að viðbragðsstyrkur okkar var í góðu lagi."
Tengdar fréttir Ökuníðingur yfirheyrður í dag - myndband Maður á stórum jeppa gekk berserksgang á götum Reykjavíkur í gærkvöldi og ók hann meðal annars á dyr slökkvistöðvarinnar í Skógarhlíð. 22. júní 2009 07:03 Keyrði á lögreglubíl og slökkiviliðsstöðina í Skógarhlíð Eltingarleik lögreglu við mann á svörtum Cherokee jeppa lauk við planið fyrir aftan lögreglustöðina á Hverfisgötu fyrir um 40 mínútum síðan. Hann hafði þá stórskemmt lögreglubíl sem hann keyrði á, auk þess sem hann hafði gert tilraun til að keyra inn í samskiptamiðstöð lögreglunnar við Skógarhlíð 16. 21. júní 2009 21:25 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Sjá meira
Ökuníðingur yfirheyrður í dag - myndband Maður á stórum jeppa gekk berserksgang á götum Reykjavíkur í gærkvöldi og ók hann meðal annars á dyr slökkvistöðvarinnar í Skógarhlíð. 22. júní 2009 07:03
Keyrði á lögreglubíl og slökkiviliðsstöðina í Skógarhlíð Eltingarleik lögreglu við mann á svörtum Cherokee jeppa lauk við planið fyrir aftan lögreglustöðina á Hverfisgötu fyrir um 40 mínútum síðan. Hann hafði þá stórskemmt lögreglubíl sem hann keyrði á, auk þess sem hann hafði gert tilraun til að keyra inn í samskiptamiðstöð lögreglunnar við Skógarhlíð 16. 21. júní 2009 21:25
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent