Slökkviliðsstjóri: Ökuníðingnum var ekkert heilagt Magnús Már Guðmundsson skrifar 22. júní 2009 10:58 Mynd/Arnþór Birkisson „Menn upplifðu hér á bílaplaninu að það væri í rauninni ekkert heilagt hjá honum. Það er þess vegna sem við brugðust við á þennan máta," segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, um manninn sem gekk berserksgang á götum Reykjavíkur í gærkvöldi og ók meðal annars á dyr slökkvistöðvarinnar í Skógarhlíð. Sjúkrabifreið var ekið á jeppabifreið mannsins til að reyna að stöðva för hans. Ökuníðingurinn, sem er hálffertugur karlmaður, reyndi að keyra í gegnum útkeyrsludyr slökkviliðsins sem snúa í norður. Lögreglumenn sem komu aðvífandi áttu fótum sínum fjör að launa þegar maðurinn keyrði á bifreið þeirra. Þá hófst eftirför sem lauk við planið fyrir aftan lögreglustöðina á Hverfisgötu rétt fyrir klukkan níu. Áður hafði maðurinn haft samband við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis og hótað að myrða lögreglumenn sem yrðu á vegi hans.Óttuðust að hinn almenni borgari væri í hættu Jón Viðar segir að sínir menn hafi óttast að illa myndi fara og því hafi sjúkrabifreið tekið þátt í eftirförinni og reynt að stöðva manninn. „Eftir að við sáum að hann var búinn að keyra niður lögreglubifreið á planinu hjá okkur vorum við hræddir um að hann færi að keyra á hvern sem er og að hinn almenni borgari væri í hættu." Maðurinn var handtekinn á planinu fyrir aftan lögreglustöðina við Hverfisgötu.Mynd/Arnþór Birkisson Afstýrðu frekari hörmungum Aðspurður segir Jón Viðar að slökkviliðsmenn hafi þjálfun í forgangsakstri en ekki í að veita eftirför. „Við höfum ekki sérmenntun í að veita einum né neinum eftirför. Menn voru náttúrulega að grípa til þess neyðarréttar sem menn hafa til að koma í veg fyrir frekari hörmungar. Það hefði verið skelfilegt ef að við hefðum ekki gert neitt og hann hefði keyrt á einhverja bíla án þess að við hefðum brugðist við," segir slökkviliðsstjórinn.Unnið að viðgerðum Jón Viðar segir unnið sé að viðgerðum á hurðum slökkvistöðvarinnar í norðurátt en tvær hurðir snúi í suður. „Við gátum nýtt þær til að flytja bíla út þannig að viðbragðsstyrkur okkar var í góðu lagi." Tengdar fréttir Ökuníðingur yfirheyrður í dag - myndband Maður á stórum jeppa gekk berserksgang á götum Reykjavíkur í gærkvöldi og ók hann meðal annars á dyr slökkvistöðvarinnar í Skógarhlíð. 22. júní 2009 07:03 Keyrði á lögreglubíl og slökkiviliðsstöðina í Skógarhlíð Eltingarleik lögreglu við mann á svörtum Cherokee jeppa lauk við planið fyrir aftan lögreglustöðina á Hverfisgötu fyrir um 40 mínútum síðan. Hann hafði þá stórskemmt lögreglubíl sem hann keyrði á, auk þess sem hann hafði gert tilraun til að keyra inn í samskiptamiðstöð lögreglunnar við Skógarhlíð 16. 21. júní 2009 21:25 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
„Menn upplifðu hér á bílaplaninu að það væri í rauninni ekkert heilagt hjá honum. Það er þess vegna sem við brugðust við á þennan máta," segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, um manninn sem gekk berserksgang á götum Reykjavíkur í gærkvöldi og ók meðal annars á dyr slökkvistöðvarinnar í Skógarhlíð. Sjúkrabifreið var ekið á jeppabifreið mannsins til að reyna að stöðva för hans. Ökuníðingurinn, sem er hálffertugur karlmaður, reyndi að keyra í gegnum útkeyrsludyr slökkviliðsins sem snúa í norður. Lögreglumenn sem komu aðvífandi áttu fótum sínum fjör að launa þegar maðurinn keyrði á bifreið þeirra. Þá hófst eftirför sem lauk við planið fyrir aftan lögreglustöðina á Hverfisgötu rétt fyrir klukkan níu. Áður hafði maðurinn haft samband við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis og hótað að myrða lögreglumenn sem yrðu á vegi hans.Óttuðust að hinn almenni borgari væri í hættu Jón Viðar segir að sínir menn hafi óttast að illa myndi fara og því hafi sjúkrabifreið tekið þátt í eftirförinni og reynt að stöðva manninn. „Eftir að við sáum að hann var búinn að keyra niður lögreglubifreið á planinu hjá okkur vorum við hræddir um að hann færi að keyra á hvern sem er og að hinn almenni borgari væri í hættu." Maðurinn var handtekinn á planinu fyrir aftan lögreglustöðina við Hverfisgötu.Mynd/Arnþór Birkisson Afstýrðu frekari hörmungum Aðspurður segir Jón Viðar að slökkviliðsmenn hafi þjálfun í forgangsakstri en ekki í að veita eftirför. „Við höfum ekki sérmenntun í að veita einum né neinum eftirför. Menn voru náttúrulega að grípa til þess neyðarréttar sem menn hafa til að koma í veg fyrir frekari hörmungar. Það hefði verið skelfilegt ef að við hefðum ekki gert neitt og hann hefði keyrt á einhverja bíla án þess að við hefðum brugðist við," segir slökkviliðsstjórinn.Unnið að viðgerðum Jón Viðar segir unnið sé að viðgerðum á hurðum slökkvistöðvarinnar í norðurátt en tvær hurðir snúi í suður. „Við gátum nýtt þær til að flytja bíla út þannig að viðbragðsstyrkur okkar var í góðu lagi."
Tengdar fréttir Ökuníðingur yfirheyrður í dag - myndband Maður á stórum jeppa gekk berserksgang á götum Reykjavíkur í gærkvöldi og ók hann meðal annars á dyr slökkvistöðvarinnar í Skógarhlíð. 22. júní 2009 07:03 Keyrði á lögreglubíl og slökkiviliðsstöðina í Skógarhlíð Eltingarleik lögreglu við mann á svörtum Cherokee jeppa lauk við planið fyrir aftan lögreglustöðina á Hverfisgötu fyrir um 40 mínútum síðan. Hann hafði þá stórskemmt lögreglubíl sem hann keyrði á, auk þess sem hann hafði gert tilraun til að keyra inn í samskiptamiðstöð lögreglunnar við Skógarhlíð 16. 21. júní 2009 21:25 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Ökuníðingur yfirheyrður í dag - myndband Maður á stórum jeppa gekk berserksgang á götum Reykjavíkur í gærkvöldi og ók hann meðal annars á dyr slökkvistöðvarinnar í Skógarhlíð. 22. júní 2009 07:03
Keyrði á lögreglubíl og slökkiviliðsstöðina í Skógarhlíð Eltingarleik lögreglu við mann á svörtum Cherokee jeppa lauk við planið fyrir aftan lögreglustöðina á Hverfisgötu fyrir um 40 mínútum síðan. Hann hafði þá stórskemmt lögreglubíl sem hann keyrði á, auk þess sem hann hafði gert tilraun til að keyra inn í samskiptamiðstöð lögreglunnar við Skógarhlíð 16. 21. júní 2009 21:25