Innlent

Segir VG hafa unnið stærsta sigurinn

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson segir að Vinstrihreyfingin grænt framboð hafi unnið stærsta sigurinn í kosningunum. Þessi orð lét hann falla í umræðuþætti á Rúv fyrir stundu. Hann benti einnig á að Samfylkingin hefði fengið lakari kosningu nú en árið 2003 og sagði að lýðræðislegri niðurstöðu um ESB þyrfti að ná sem fyrst.

Ástþór Magnússon talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar var mættur á ný í umræðuþátt á Rúv og kom með fullan poka af eplum með sér sem hann sturtaði yfir glerborðið sem er fyrir framan leiðtogana, sem allir eru mættir í sjónvarpssal.

Ástþór sagðist leggja svo mikla áherslu á að benda á vinnubrögð vegna þess hve miklu máli það skipti, hér væri ekki hægt að efna til lýðræðis nema þessi mál væru löguð






Fleiri fréttir

Sjá meira


×