Lífið

Hernaðarleyndarmál Einars Bárðar

Einar Bárðarson.
Einar Bárðarson.

„Ég vil ekkert gefa upp um neitt," svarar Einar Bárðarson aðspurður um opnunina á Officera Klúbbnum á Herstöðinni á Vallarheiði sem ákveðið hefur verið að færa aftur um viku.

 

„Þetta eru hernaðarleyndarmál þarna við hvert fótmál og engin leið að fara opna á einhverja leka núna rétt fyrir opnun" segir Einar hlæjandi.

Klúbburinn opnar með látum laugardagskvöldið 28. mars. Mikið verður um dýrðir á opnunarkvöldinu en dagskrá fyrir boðsgesti hefst um 21:00 en síðan opnar húsið um miðnætti.

Heimildir Vísis herma að verið sé að pússa klúbbinn upp en sagt er að Einar njóti aðstoðar sérfræðinga sem sóttu klúbbinn á sínum tíma. Þeir voru örfáir og útvaldir sem fengu að ganga um þessa glæsilegu sali á sínum tíma.

 

Sérstökk Officera klúbbs síða hefur verið opnuð á samskiptasíðunni Facebook. Þar er hægt að skoða dagksrá Offans út árið 2009. Þar kemur meðal annars fram að Sálin spilar um páskana og Páll Óskar verður með risa viðburð á Ljósanótt 2009.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.