Innlent

Spyr hvort Ásmundur vilji brjóta gefið loforð

Anna Pála Sverrisdóttir.
Anna Pála Sverrisdóttir.

„Alþingi samþykkti það þó í sumar og Vinstri græn hafa gefið loforð í stjórnarsáttmála um að þjóðin fái að kjósa um aðildarsamning. Vill Ásmundur brjóta þetta loforð?" spyr Anna Pála Sverrisdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í pistli sem birtist á heimasíðu Ungra jafnaðarmanna í dag.

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, var kosinn formaður Heimssýnar á aðalfundi félagsins um síðustu helgi en félagið berst gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Á fundi með flokksfélögum sínum í byrjun vikunnar sagðist Ásmundur ætla að gera Samfylkingunni lífið leitt þegar kemur að Evrópumálum. „Við slátrum ESB kosningunni," sagði þingmaðurinn ennfremur.

Anna Pála gefur lítið fyrir yfirlýsingar Ásmundar og segir að það sé engin frétt að Ásmundur sé á móti ESB-aðild Íslendinga. Hann eigi fullan rétt á þeirri skoðun og það hafi legið fyrir frá byrjun samstarfs VG og Samfylkingar að flokkarnir séu ekki sammála um sjálfa aðildina.

„Það sem þessir tveir flokkar sammæltust hins vegar um, við myndun ríkisstjórnar í vor, var að fara í aðildarviðræður við ESB og leyfa síðan íslensku þjóðinni að kjósa - loksins - um aðildarsamning," segir Anna Pála.

Pistil Önnu Pálu er hægt að lesa hér.


Tengdar fréttir

Ásmundur ætlar að gera Samfylkingunni lífið leitt

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, ætlar að gera Samfylkingunni lífið leitt. Þetta sagði Ásmundur, sem er nýkjörinn formaður Heimssýnar, á opnum fundi Vinstri grænna á Sauðárkróki í gærkvöldi, að því er fréttavefurinn Feykir greinir frá.

Þingmaður VG formaður Heimssýnar

Þingmaður Vinstri grænna, Ásmundur Einar Daðason ,var í dag kosinn formaður samtaka Heimssýnar á aðalfundi félagsins. Áður gegndi Ragnar Arnald, fyrrum ráðherra, formennskunni. Heimssýn eru samtök gegn aðild að ESB.

Ögmundur: Viðbrögð Samfylkingarinnar koma á óvart

Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, segir að það hafi komið sér á óvart að þingmönnum Samfylkingarinnar þætti óeðlilegt að þingmaður annars stjórnarflokksins gerðist formaður samtaka sem berjist gegn aðild að Evrópusambandinu á sama tíma og ríkisstjórnin sæki um aðild að sambandinu. Hann spyr hvort einungis megi tala fyrir inngöngu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×