Innlent

Þrjú ný svínaflensutilfelli staðfest hér á landi

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Hús Landlæknisembættisins á Seltjarnarnesi.
Hús Landlæknisembættisins á Seltjarnarnesi. Mynd/Vilhelm
Þrjú ný tilfelli inflúensu A, eða svínaflensunnar, eru staðfest hérlendis. Þau eru orðin sjö talsins alls.

Samkvæmt upplýsingum frá sóttvarnalækni er um að ræða fólk á aldrinum 18-19 ára, karl og konu sem komu heim frá Ástralíu og konu sem kom frá Bandaríkjunum. Öll veiktust þau eftir heimkomuna en ekki alvarlega. Tekin voru sýni í greiningu og jákvæð niðurstaða fékkst í gær.

Í tilkynningu er því haldið fram að dánarhlutfall af völdum inflúensunnar sé svipað og í árstíðabundinni inflúensu og í langflestum tilfellum gangi einkennin sjálfkrafa yfir.

Þá hvetur sóttvarnarlæknir lækna til að taka sýni hjá sjúklingum með inflúensulík einkenni, einkum þeim sem eru nýkomnir frá löndum þar sem inflúensan er í mestri útbreiðslu.

Alls hafa tæplega 120 þúsund tilfelli verið greind í heiminum, þar af 14.300 í Evrópu. Alls hafa 589 látist af völdum veikinnar.

Tilkynningar um viðbúnað vegna svínaflensunnar eru birtar á influensa.is, auk nánari upplýsinga.


Tengdar fréttir

Talið að helmingur þjóðarinnar muni smitast af svínaflensu

Sóttvarnalæknir býst við að annar hver Íslendingur veikist af inflúensu H1N1 eða svínaflensu í vetur. Bretar og Norðmenn munu bjóða öllum þegnum landanna bólusetningu, en hér verður aðeins til bóluefni fyrir helming íslensku þjóðarinnar.

Íslensk stúdína á Nýja Sjálandi með svínaflensuna

„Ég er ekkert hræddari núna en þegar maður fær venjulega flensu," segir Freyja Oddsdóttir, 25 ára stúdína á Nýja Sjálandi. Hún liggur rúmföst um þessar mundir með hausverk, hita, beinverki og ljótan hósta - líklegast smituð af svínaflensu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×