Enski boltinn

Eduardo frá í tvær vikur

NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Eduardo hjá Arsenal getur ekki leikið með liði sínu næstu tvær vikurnar eftir að hafa tognað aftan í læri í leiknum gegn Cardiff á mánudagskvöldið.

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, staðfesti þessi tíðindi í samtali við Arsenal TV Online í dag.

"Eduardo verður frá í tvær vikur. Hann meiddist á læri tveimur mínútum áður en ég tók hann af velli. Þetta er ekki alvarlegt og það er eðlilegt að mönnum slái aðeins niður þegar þeir byrja aftur að spila eftir níu mánaða fjarveru. Þetta er okkur nokkuð áfall því hann getur skorað mörk eins og hann sýndi á mánudagskvöldið," sagði Wenger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×