Skattahækkanir munu seinka efnahagsbatanum Höskuldur Kári Schram skrifar 14. júní 2009 18:45 Skattahækkanir munu seinka efnahagsbatanum og draga máttinn úr fyrirtækjum og heimilum í landinu að mati þingmanns Sjálfstæðisflokks. Hann hvetur ríkisstjórnina til að leggja meiri áherslu á niðurskurð heldur en skerða ráðstöfunartekjur heimila enn frekar. Aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum til ársins 2013 verður kynntur í lok vikunnar. í gær funduðu ráðherrar með aðilum vinnumarkaðarins og fulltrúa sveitarfélaganna um svokallaðan stöðugleikasáttmála. Fyrir liggur að stjórnvöld þurfa að brúa 20 til 25 milljarða fjárlagagat á þessu ári og alls 170 milljarða á næstu þremur árum. Sjálstæðismenn segja að gatið sé mun stærra í ár eða 40 milljarðar. Fram kom í máli Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, í fréttum stöðvar tvö í gær að lögð verði áhersla á skattahækkanir á þessu ári, en síðan farið niðurskurð í opinberum rekstri á því næsta. Ljóst er að niðurskurðurinn mun bitna fyrst og fremst á heilbrigðis, félags og menntamálum enda eru þetta stærstu útgjaldaliðir hins opinbera. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa margar leiðir verið ræddar í skattamálum. Tekjuskattur einstaklinga verður væntanlega hækkaður sem og lagður á sérstakur aukaskattur á mánaðartekjur yfir 700 þúsund krónum. Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, varar við því að leggja of mikla áherslu á skattahækkanir. „Það sem að heimilin mega allra síst við núna er að það séu teknar af þeim meiri ráðstöfunartekjur. Þetta er eins og fyrirtæki myndi bregðast við minnkandi eftirspurn með því að hækka verð. Við vitum að það myndi leiða til enn minni framtíðartekna. Það sem þetta gerir er að þetta dregur enn frekar úr fyrirtækjum og heimilum og seinkar batanum," segir Tryggvi. Hann vill leggja meiri áherslu á niðurskurð. „Ég held að það sé hægt að spara og skera niður á sumum stöðum en við megum alls ekki ganga nærri velferðarkerfinu það er segja mennta, heilbrigðis og tilfærslukerfinu." Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Skattahækkanir munu seinka efnahagsbatanum og draga máttinn úr fyrirtækjum og heimilum í landinu að mati þingmanns Sjálfstæðisflokks. Hann hvetur ríkisstjórnina til að leggja meiri áherslu á niðurskurð heldur en skerða ráðstöfunartekjur heimila enn frekar. Aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum til ársins 2013 verður kynntur í lok vikunnar. í gær funduðu ráðherrar með aðilum vinnumarkaðarins og fulltrúa sveitarfélaganna um svokallaðan stöðugleikasáttmála. Fyrir liggur að stjórnvöld þurfa að brúa 20 til 25 milljarða fjárlagagat á þessu ári og alls 170 milljarða á næstu þremur árum. Sjálstæðismenn segja að gatið sé mun stærra í ár eða 40 milljarðar. Fram kom í máli Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, í fréttum stöðvar tvö í gær að lögð verði áhersla á skattahækkanir á þessu ári, en síðan farið niðurskurð í opinberum rekstri á því næsta. Ljóst er að niðurskurðurinn mun bitna fyrst og fremst á heilbrigðis, félags og menntamálum enda eru þetta stærstu útgjaldaliðir hins opinbera. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa margar leiðir verið ræddar í skattamálum. Tekjuskattur einstaklinga verður væntanlega hækkaður sem og lagður á sérstakur aukaskattur á mánaðartekjur yfir 700 þúsund krónum. Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, varar við því að leggja of mikla áherslu á skattahækkanir. „Það sem að heimilin mega allra síst við núna er að það séu teknar af þeim meiri ráðstöfunartekjur. Þetta er eins og fyrirtæki myndi bregðast við minnkandi eftirspurn með því að hækka verð. Við vitum að það myndi leiða til enn minni framtíðartekna. Það sem þetta gerir er að þetta dregur enn frekar úr fyrirtækjum og heimilum og seinkar batanum," segir Tryggvi. Hann vill leggja meiri áherslu á niðurskurð. „Ég held að það sé hægt að spara og skera niður á sumum stöðum en við megum alls ekki ganga nærri velferðarkerfinu það er segja mennta, heilbrigðis og tilfærslukerfinu."
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira