Enski boltinn

Jafnt hjá Swansea og Fulham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jason Scotland í baráttu við Aaron Hughes, leikmann Fulham.
Jason Scotland í baráttu við Aaron Hughes, leikmann Fulham. Nordic Photos / AFP

Fyrsta leik 5. umferðar ensku bikarkeppninnar lauk í dag með markalausu jafntefli Swansea og Fulham í Wales.

Þar með er ljóst að þessi lið munu mætast á nýjan leik á heimavelli Fulham í lok mánaðarins.

Swansea var betri aðilinn í leiknum lengst af en Fulham komst yfir áður en fyrri hálfleikur var flautaður af þó svo að liðið hafi ekki eina marktilraun í öllum hálfleiknum.

Það var Garry Monk, fyrirliði Swansea, sem varð fyrir því óláni að stýra hornspyrnu Paul Konchesky í eigið mark undir lok hálfleiksins.

En Swansea jafnaði þó metin í upphafi síðari hálfleiks með marki Jason Scotland. Markið var einkar laglegt og hans tólfta mark í síðustu tólf leikjum sínum með Swansea.

Heimamenn reyndu að skora sigurmarkið og komust nálægt því nokkrum sinnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×