Innlent

Búsáhaldarbyltingin komin á þing

Búsáhaldarbyltingin er komin á þing segja nýjir þingmenn Borgarahreyfingarinnar sem unnu stór sigur í gærkvöld. Þau lofa að halda gluggunum á þinghúsinu opnum út á Austurvöll til að rödd fólksins heyrist inni á þingi.

Borgarahreyfingin fær fjóra menn inn á þing. Nýir þingmenn eru Þráinn Bertelsson, rithöfundur, Birgitta Jónsdóttir, skáld, Þór Saari, hagfræðingur og Margrét Tryggvadóttir, sjálfstætt starfandi myndritstjóri, þýðandi, textasmiður og rithöfundur. Það var mikil sigurhátíð á kosningarvöku hreyfingarinnar í Iðnó í gær. Þar sögðu nýjir þingmenn að loks væri búsáhaldabyltingin komin á þing.

Borgarahreyfingin var stofnuð fyrir 9 vikum og hafði hreyfingin úr litlum fjármunum að spila í kosningarbaráttu sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×